Ég er dauðsvekktur

Ég ætla ekki að svekkja mig á úrslitunum áðan. Þau voru óréttlát en eru staðreynd. Ég ætla ekki að svekkja mig á frammistöðu strákanna áðan, hún var góð en bara ekki nógu góð. Ég ætla ekki að svekkja mig á dómgæslunni áðan, hún var léleg en hafði ekki úrslitaáhrif. Ég ætla ekki aðsvekkja mig á fautaskap Pólverja, nokkrir okkar manna lágu í valnum en það fylgir þessari íþróttagrein. Engu að síður er ég dauðsvekktur eins og öll þjóðin en það var ekki við strákana að sakast. Þeir gerðu sitt besta (hefði aldrei trúað því að ég ætti eftir að vitna í texta eftir VG).

Það var greinilegt á leiknum að okkar menn höfðu ekki sama úthald og Pólverjar. Nú er bara að safna kröftum á morgun og mæta dýrvitlausir til leiks gegn Slóvenum á laugardag með sama hugarfar og gegn Frökkum og og Túnis.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband