Skurðgoðadýrkun VG

Mér er fyrirmunað að skilja þessa ást svokallaðra vinstri manna á íslenska gjaldmiðlinum krónunni. Ég get skilið að íhaldssamir hægrimenn dýrki krónuna en að þeir sem kenna sig við vinstrið hafi sett þennan handónýta gjaldmiðil á stall sem hálfgert skurðgoð er með öllu óskiljanlegt.

Í dag birtist í Fréttablaðinu ástarjátning eftir Brynju B. Halldórsdóttur stjórnarmann í Ungum vinstri grænum og Heimssýn undir fyrirsögninni Krónan mín kæra. Þar er efnahagsástandinu á Íslandi lýst þannig að ætla mætti að lýsingin væri tekin upp úr kosningabæklingum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fyrir síðustu alþingiskosningar.

Hér er allt í lukkunnar velstandi þökk sé vorri ástkæru krónu. Í lýsingu Brynju B. gleymist reyndar að taka með vaxtaokrið sem er ein afleiðing þessa veika gjaldmiðils og almenningur er nú að kikna undan. „En krónan er bara of kær til að vera látin lönd og leið að ástæðulausu,“ svo vitnað sé til lokaorða unga rótæklingsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kloi

Ég veit ekki betur en þú hafir verið vinstri grænn að undanförnu. Hafnarfjarðarkrati á villigötum. Ok þú ert fínn, verum vinir...

kloi, 1.9.2007 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband