Össur getur á sig rósum bætt

Nú reynir á Fagra Ísland Samfylkingarinnar. Náttúruverndarsamtök Íslands sendu ríkisstjórninni áskorun um að stöðva framkvæmdir og undirbúning virkjana í neðri hluta Þjórsár. Í áskoruninni segir að ekkert heildarmat hafi verið gert á gildi né sérstöðu náttúru og landslags við neðri hluta Þjórsrá, en ljóst sé að virkjunarframkvæmdir þar muni hafa mikil áhrif og valda tjóni.

Samfylkingin ræður yfir þeim ráðuneytum sem hafa mest um þetta að segja, iðnaðarráðuneytinu og umhverfisráðuneytinu. Össur hefur þegar sýnt að hann er ófeiminn við að túlka kafla stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um Þjórsárverin á þann hátt að Norðlingaölduveita sé út af borðinu og er það rós í hans hnappagat. Nú getur hann enn bætt á sig rósum með því að hætta undirbúningi að virkjun neðri hluta Þjórsár þar til heildarúttekt hefur farið fram á verndargildi náttúruperla eins og Þjórsár og rammaáætlun er lokið árið 2009. Hann getur stoppað það ferli sem nú er farið af stað innan Landsvirkjunar. Þar með stæði Samfylkingin við sitt Fagra Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Já nú er bara að sjá hversu vel Samfylkingunni gengur í samstarfinu við íhaldið,og vonandi mun Össur hafa bein í nefinu og standa fast á sínu og svo er bara að semja við fáum þetta og auðvitað þá hinir hitt ekki satt eða svo vona ég.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 31.5.2007 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband