Ólíkt höfumst við að

Þegar Ingmar Bergman lést 30. júlí sl. brugðust norrænu sjónvarpsstöðvarnar skjótt við. Sama kvöld var Smultronstället sýnd í sænska sjónvarpinu og kvöldið eftir sýndi danska sjónvarpið Sjöunda innsiglið. Íslenska sjónvarpið sá enga ástæðu til að minnast þessa stærsta kvikmyndaleikstjóra Norðurlandanna á einn eða neinn hátt.

 Nú um helgina var hins vegar sýndur þáttur í íslenska ríkissjónvarpinu um síðustu daga Diönu prisipissu vegna þess að tíu ár eru liðin frá andláti hennar. Nefni þetta hér til vitnis um menningarstig þeirra sem stjórna dagskránni í Efstaleiti.

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ætla að leyfa mér að taka upp hanskann fyrir RUV því þeir sýndu einhvern þátt um Ingmar Bergman nokkrum dögum eftir að hann lést.

Markús frá Djúpalæk, 2.9.2007 kl. 22:31

2 identicon

Já það er rétt hjá þér Markús, Sjónvarpið sýndi heimildamynd um kallinn örfáum dögum eftir andlátið.

Persónulega finnst mér ekkert að því að sýna þátt um Díönu í tilefni þessa að 10 ár eru frá andláti hennar, fáar manneskjur hafa haft eins mikil áhrif á heiminn síðustu áratugina.

Manneskja sem vel er vert að minnast, alveg eins og Bergman. 

Hafliði (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband