Fórnarkostnaður stríðsins í Írak

Tala látinna óbreyttra íbúa Írak frá upphafi stríðsins í mars 2003 er á bilinu 62.770 til 68.792. Þetta er samkvæmt talningu sem finna má á heimasíðu sem kallast Iraq body count. Þar er einnig að finna tölu látinna á hverjum degi frá upphafi stríðsins til dagsins í dag (Sjá hér). Einnig er þar listi yfir nöfn þeirra sem kennsl hafa verið borin á (Sjá hér)

 

Alls hafa 3.355 bandarískir hermenn látist frá upphafi stríðsins til dagsins í dag og 272 frá öðrum þjóðum sem tóku þátt í stríðinu. Þessar upplýsingar er að finna á síðu sem nefnist Casualities in Iraq.

 Íslensk stjórnvöld eru meðal þeirra sem bera ábyrgð á þessu mannfalli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hefði Saddam drepið færri? Hann ber ábyrgð á allavega milljón mannslífum þegar fjöldamorð og stríð eru lögð saman. Það eru allavega 50 þúsund manns á ári miða við valdartíma hans í landinu. Svo hefur ástandið í raun versnað í landinu? Ég held að munurinn sé fyrst og fremst sá að fjölmiðlar hafa meiri áhuga á dauðsföllum í landinu eftir að kaninn steig þar á land, auk þess að ofbeldið er nú fyrst og fremst komið í höfuðborgina á meðan fyrir stríðið var það aðallega landsbyggðin sem fékk að finna fyrir því. Núna er ég ekki beint að mæla með því að Bandaríkjamenn leiki heimslögreglu, en finnst umræðan hafa verið frekar einhliða og neikvæð þegar kemur að landinu. Oft talað eins og það hafi bara allt verið í fínu lagi þarna áður en Bandaríkjamenn komu. Írak hefur að mörgu leiti verið helvíti á jörðu í marga áratugi og það er barnalegt að kenna Bandaríkjamönnum um öll vandræði þess í dag. 

Geiri (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 20:54

2 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

"Íslensk stjórnvöld eru meðal þeirra sem bera ábyrgð á þessu mannfalli"  kanntu annan?

Þú hættir ekki... ótrúlega ómálefnanlegt og kjánalegt.  Þetta á sér enga stoð þrátt fyrir að við séum skráð á einhvern lista.  Væru íslensk stjórnvöld ekki ábyrg fyrir fjöldamorðum Saddams ef hann væri ennþá við stjórnvöldin??  Það hlýtur að vera miðað við þessi kjánalegu rök þín.  Þetta er þitt hjartans mál að nýta þér hörmungarástand í Írak í pólitískum áróðri gegn stjórnvöldum.. afar dapurt. Þetta sem Geiri segir að ofan er hárrétt.

Örvar Þór Kristjánsson, 3.5.2007 kl. 23:24

3 identicon

Heill og sæll, Sigurður og aðrir skrifarar !

Örvar Þór og Geiri ! Vaknið piltar !!! Undirrót þessarrar bendlunar Íslands, er að sjálfsögðu hin heimskulega aðild okkar að Sameinuðu þjóðunum; m.a. Sé ekki, að Sigurður sé neitt að hagnýta sér ástandið, austur í Mesópótamíu (Írak) augljóst; af skrifum Sigurðar, gegnum tíðina, að hann er mannvinur, að upplagi, þetta viðurkenni ég fyllilega, þótt svo við Sigurður Á. Friðþjófsson séum á öndverðum meiði, í stjórnmálum; t.d. gremur mig mjög meinbægni hans, gagnvart sjálfsagðri stefnu Frjálslynda flokksins, í málefnum útlendinga. 

Reynið, að opna augun, fyrir heimskulegri og ófyrirleitinni ákvörðun, klækjarefanna Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, á sínum tíma. Hefði gjarnan viljað greiða atkvæði, í þessu máli, hvort við Íslendingar ættum að leggjast hundflatir, frammi fyrir þeim skálkum Bush og Blair, samþykkjandi eða þá synjandi; þessarri andskotans dellu. Hvað á Ísland með, að vera að blanda sér í málefni, í þessum brjálæðislega heimshluta Múhameðskra ? Varla ber okkur skylda til, að vera að abbast upp á fólk, í gömlum nýlendum Breta - Frakka eða þá annarra. Höfðum líklega nóg með, þá við vorum að garfast, vestur á Grænlandi, a.m.k., frá 14. öld - 16. aldar.

Fjandinn hafi það, hef þetta ekki lengra núna. Gæti skrifað fjölda síðna, hér hjá þér; Sigurður minn, þessum ágætu piltum, Örvari Þór og Geira, til upplýsingar. Þeir njóta vaxandi ritleti minnar, um sinn.  

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 00:12

4 identicon

Ég var bara að reyna að sjá heildarmyndina þegar kemur að Írak, þekki sjálfur Íraka og hef því meiri áhuga en bara þann hluta sem snertir pólitísk rifrildi. En já ég get verið sammála því að þessir tveir menn hefðu ekki átt að setja okkur á þennan lista (þó ég hafi sjálfur verið fylgjandi því að losna við Saddam), en ég sé ekki mikilvægi þess í dag að breyta því. Ísland er örugglega eina landið í heiminum þar sem fólk er ennþá að velta sér upp úr þessum lista. Þó við tökum okkur af honum í dag eða eftir 50 ár þá breytir það ekki því að við vorum á honum eina tímabilið sem það skipti máli, þegar hersveitirnar komu til Íraks. Hið formlega stríð er búið og það mun engu breyta um ástandið í landinu hverskonar listar eru í gangi, meira að segja að draga hersveitirnar frá Írak mun örugglega ekki leysa nein vandamál. Ég held að flestir þeirra sem eru leiðandi í andstöðu gagnvart stríðinu séu það fyrir pólitískt spil, þjóðinni var drullusama um Íraka þegar "bara" brjálaður einræðisherra var á skipulagðan hátt að drepa hundruðir þúsunda. Heimsbyggðin öll var skítsama um Íraka og þá þjáningu sem var í Saddam-landi áður en kaninn og fjölmiðlaher lentu þar. Að Íslendingar hafi "beðist afsökunar" í Bandarísku stórblaði var raunverulega bara til þess að drulla yfir kanann, við hefðum getað beðist afsökunar í 100 Íröskum dagblöðum fyrir minni pening. Svo já það er virkilega orðið þreytt hvernig fólk spilar með málefni Íraks og er í raun drullusama um land og þjóð.

Geiri (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 02:18

5 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Heyr,heyr

ógeðfellt að sjá menn eins og t.d greinarhöfund reyna að nýta sér ástandið til þess að veiða fáein atkvæði.  Sorglegt

Örvar Þór Kristjánsson, 5.5.2007 kl. 20:14

6 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Það var ógeðfellt að sjá stjórnarherranna nýta sér blóðbaðið í Írak til þess að reyna að halda hernum á Íslandi í nokkra mánuði í viðbót.

Það er alveg ljóst hvoru megin siðleysið liggur í þessri umræðu og það er hjá stríðssinnunum hjá íhaldinu og framsókn.

Kveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson, 5.5.2007 kl. 23:14

7 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

BUSH ER FLÁRÁTT FÓL

ILLUR VILJI FALINN

FYRIR OLÍU, FRIÐARSÓL

FALLIN ER Í VALINN

Georg P Sveinbjörnsson, 7.5.2007 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband