Enginn friður um friðlandstillögur

Ljóst er að niðurstaða nefndar umhverfisráðherra um friðlandið í Þjórsárverum mun ekki skapa frið um friðlandið. Í viðtali við Höllu Guðmundsdóttur á Ásum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í Speglinum áðan kom fram að deilur muni halda áfram. Fram kom hjá Höllu að það hefði legið fyrir strax og ljóst var hvernig nefndin var skipuð að nefndin myndi ekki leggja til að stækka friðlandið í suður, þess svæðis sem Norlingaöldulón myndi ná til. Allt er því áfram opið fyrir Landsvirkjun varðandi framkvæmdir við lónið.

 

Í nefndina var hvorki skipaður fulltrúi úr áhugahópi um Þjórsárver né úr Þjórsárversnefnd sjálfri, enda ljóst að þeir fulltrúar hefðu lagt áherslu á að vernda allt vatnasvæði Þjórsárvera en ekki einungis þá hluta sem skipta Landsvirkjun ekki máli.

 Hvað vakti þá fyrir Jónínu Bjartmarz sem nú þegar niðurstöður nefndar hennar liggja fyrir segist harma að ekki hafi verið lagt til að friða einnig í suður? Liggur það ekki í augum uppi. Enn einn loddaraskapur Framsóknar til að reyna að ganga í augu kjósenda. Við erum búin að upplifa ótal dæmi þess í aðdraganda kosninganna. Nægir þar að nefna auðlindarákvæðið í stjórnarskrána sem var þannig orðað að festa enn frekar í sessi eign kvótaeigenda á auðlindum sjávar. Svo er hálf hlálegt þegar flokkurinn er farinn að tala eins og stjórnarandstæðingur það jafnvel í málaflokkum sem hann hefur sjálfur farið með.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband