Útvarpsstjóri beðinn afsökunar

Í athugasemd við bloggfærsluna hér að neðan er mér bent á að líkast til sé það Páll Magnússon framóknarmaður úr Kópavogi og bróðir Árna fyrrum félagsmálaráðherra sem er í stjórn RÚV ohf. Sé svo bið ég nafna hans útvarpsstjórann afsökunar á þessu frumhlaupi mínu. En hvernig á maður að vita þetta þegar engin stöðuheiti stjórnarmanna eru í fréttinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Þú ert heiðursmaður að fyrirgefa Sigurður. En, ég er ekki sáttur við þjóðarsátt þína með Framsóknarflokkinn. Ef marka má hljóðið í ungu Framsóknarfólki þá er ég hræddur um það að þessi öldungur sé ekki að drepast í bráð. En eitt megið þið eiga í Hafnarfirði og það er að þið eruð allt annar Samfylkingarflokkur þar! Þar er engin að tapa fylgi eða foringjaslagur! Þið vinnið vel. Bróðir minn er með iðnaðarhúsnæði í Firðinum og ég hef fylgst með hvað þið hafið staðið ykkur vel í að fegra bæinn. Um að gera að hrósa þeim sem eiga það. Kannski hrósar þú mér eftir kosningarnar þegar þú sérð Framsókn koma ágætlega út? Jú er það ekki? Þú verður amk. bloggvinur minn!

Sveinn Hjörtur , 14.2.2007 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband