5.2.2007 | 11:43
Enga hraðbraut yfir Kjöl
Hraðbraut yfir Kjöl í einkaframkvæmd Norðurvegar ehf. Ég segi nei og tek heilshugar undir með leiðara Morgunblaðsins í dag. Verði Kjalvegur byggður upp og lagður varanlegu slitlagi hverfur þessi tilfinning sem ferðalangur fyllist í óbyggðunum. Hann er ekki lengur staddur í ósnortinni náttúru sem kallar á að hann staldri við og andi að sér hreinu fjallalofti heldur æðir hann áfram eftir svörtu malbiki og gæti þessvegna verið staddur hvar sem er í veröldinni.
Hlykkjóttur vegslóðinn sem liggur nú yfir Kjöl býður ekki upp á hraðakstur, heldur þarf vegfarandi að silast áfram, stundum á hraða snigilsins og stundum skjaldbökunnar. Þessvegna gefst tími til að meðtaka það sem fyrir augu ber, melabörðin, smáblómin, fjöllin allt í kring og gróðurvinjar sem birtast óvænt í auðninni. Þessi upplifun mun heyra sögunni til ef áform Norðurvegar verða að veruleika. Í stað þess streymir strolla af flutningabílum um veginn með trailera aftaní og aðrir vegfarendur hugsa um það eitt að sleppa lifandi úr þessum glæfraleik sem ferðalög um þjóðvegi á Íslandi eru.
Athugasemdir
Blessaður Benedikt! Þú kemst Kjöl á hvaða bíl sem er að sumarlagi í dag, þarft ekki einusinni jeppling bara venjulegan lítinn fólksbíl.
Sigurður Á. Friðþjófsson, 5.2.2007 kl. 12:25
Kvað kemur pófaflokk til að halda að þeir eigi að leggja vegi fyrir fólk?Er það ekki bara til að grænmetið sem Bónus selur sé ekki orðið alónýtt þegar það kemst til Akureyrar!!!
Hvers vegna eiga þeir að fá að leggja vegi og innheimta veggjald´án þess að skila veginum til ríkisins þegar þeir eru búinir að fá hann endur greiddan,er ekki betra að ríkið geri þetta bara.Það var til siðs að bófaflokkar settust að við þjóðleiðir fyrr á öldum og tóku veggjald af þeim sem fóru um ef það fékkst ekki greitt þá drápu þeir viðkomandi og stálu öllu sem fé mætu sem viðkomandi hafði með sér.Verður það eins á Kili??? Þjófar hafa áður verið á KIli
BB (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 13:17
Kvað kemur pófaflokk til að halda að þeir eigi að leggja vegi fyrir fólk?Er það ekki bara til að grænmetið sem Bónus selur sé ekki orðið alónýtt þegar það kemst til Akureyrar!!!
Hvers vegna eiga þeir að fá að leggja vegi og innheimta veggjald´án þess að skila veginum til ríkisins þegar þeir eru búinir að fá hann endur greiddan,er ekki betra að ríkið geri þetta bara.Það var til siðs að bófaflokkar settust að við þjóðleiðir fyrr á öldum og tóku veggjald af þeim sem fóru um ef það fékkst ekki greitt þá drápu þeir viðkomandi og stálu öllu sem fé mætu sem viðkomandi hafði með sér.Verður það eins á Kili??? Þjófar hafa áður verið á KIli
BB (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 13:17
Ef þú villt meðtaka fegurðina á hálendinu þá er nú varla erfitt að einfaldlega stöðva bílinn? Þetta mun allavega gera fleirum kleyft að njóta þess sem hálendið hefur upp á að bjóða. Ég veit allavega að ég hef engann áhuga á að fórna lakkinu á bílnum mínum í að skrölta einhvern malarveg.
Og BB, hver ert þú? Ef þú þorir ekki að koma fram undir nafni þá fynnst mér nú lítið mark takandi á því sem þú segir.
Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 16:10
Ágætt hjá Ögmundi hér um árið.
Pétur Þorleifsson , 5.2.2007 kl. 20:58
Þið sem eruð á móti, hversu oft þurfið þið að nota núverandi veg milli t.d. Akureyrar og Reykjavíkur? Manni sýnist nefnilega að meirihluti þeirra sem eru á móti þessum vegi búi fyrir sunnan og þar af leiðir þurfa þeir ekki að hafa svo stórar áhyggjur af ástandi vegamála utan höfuðborgarsvæðisins.
Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 21:06
Ég er sammála held ég. Það er einhvernvegin svo súrealiskt að sjá fyrir sér bíla á 100 km hraða þarna á milli jöklanna framhjá Hveravöllum. Það þurfa að vera einhverjar leiðir sem eru sumarleiðir fyrir ferðamenn til að fara í frumstæðari ferðir. Þarna eru sprænur og litlar ár til að fara yfir og skemmtilegt landslag.
Síðan sé ég fyirir mér að þarna hljóti að vera mjög snjóþungt þannig að það yrði væntanlega mikið að gera hjá björgunarsveitum við að bjarga fólki þaðan á veturna.
Magnús Helgi Björgvinsson, 5.2.2007 kl. 22:06
Kjalvegur hinn nýi á að stytta leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar um 47 kílómetra. Hægur vandi er að stytta leiðina um 25 kílómetra í byggð og bæta þá leið. Mismunurinn er 22 kílómetrar eða korters akstur. Það er allt og sumt.
Stórt atriði sem allir gleyma er hávaðinn. Á veginum um Bláskógaheiði við Þingvelli er 50 km hámarkshraði og vegurinn bugðóttur. Það er gríðarlegur munur á slíkum ferðamannavegi og trukkavegi á Kili þar sem hávaðinn af hjólbörðunum á trukkunum er ótrúlega mikill.
Ég hef verið á ferð á Kili að vetralagi og kyrrðin ein er órjúfanlegur hluti af upplifuninni. Fleiri ferðamenn koma til Lapplands á veturna en til Íslands allt árið. Þessum ferðamönnum eru seld eftirfarandi atriði: Myrkur, kuldi, ÞÖGN og ósnortin náttúra.
Styttingin milli Selfoss og Norðurlands er að vísu mikil en sú umferð er bara svo sáralítill hluti af umferðarmagninu að erfitt er að sjá hver akkur er í trukka-Kjalvegi þess vegna.
Ómar Ragnarsson, 5.2.2007 kl. 22:57
Hver borgar fyrir snjóruðning á þessum hraðvegi ef hann verður???????
Matti Zig (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 04:30
Fórna lakkinu? vá menn ferðast greinilega lítið um vors land. Mér finnst alveg nóg af öðru að taka en að rífa upp gamla andlitsbreytingu á kjalvegi. Ég hef farið þó nokrrum sinnum þarna yfir og hef ég þá farið þarna yfir bara vegna útsýnis og eyða rólegum ferðadegi heim á leið með fjölskyldu. Hef lent í smá ævintýri þarna en það var bara enþá meira skemmtilegt þegar hugsað er tilbaka.
Sé ekki fyrir mér þarna aukna umferð, malbik, snjóruðningstæki, aukinn hraði og þar af leiðandi meiri líkur á umferðarslysum. En hvað með að klára tvöföldun á suðurlandsvegi? eða hlúa betur að sundarbrautarmálum og reyna jafnvel að standa við eitthvað af því sem er sagt? mér er spurn.
Kv,T
TGT (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 09:10
Gott innlegg hjá Ómari, en þá spyr ég hvenær verður vegurinn á milli Akureyrar og Reykjavíkur styttur um þessa 25 km? Held að margir fyrir norðan séu orðnir ansi þreyttir á biðinni.
Varðandi tvöföldun á suðurlandsvegi þá sé ég ekki hvernig það kemur þessu máli við þar sem það verkefni er á höndum vegagerðarinnar.
Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.