Allir að stofna stjórnmálaflokka

Stjórnmál virðast inni núna. Áhyggjur yfir áhugaleysi almennings á stjórnmálum hljóta að vera horfnar því þeir sem ekki eru þegar komnir í framboð fyrir núverandi stjórnmálaflokka virðast flestir vera að stofna eigin flokka.

  

Um daginn komu fram tvær fylkingar aldraðra og öryrkja og gáfu báðar í skyn að þær væru réttbornir fulltrúar þessara hópa. Lítið hefur heyrst úr þeim herbúðum síðan.

  

Jón Baldvin mætti í Silfur Egils um síðustu helgi og fór mikinn að vanda og hefur Ingibjörg Sólrún átt fullt í fangi með að bera meint framboð Jóns Baldvins til baka síðan. Eins og það hafi verið það sem hún þurfti helst á að halda núna.

  

Í Silfrinu áðan komu fram þrír einstaklingar, tveir frá Framtíðarlandinu, þau Pétur Óskarsson einn helsti talsmaður Sólar í Straumi og Ósk Vilhjálmsdóttir varaformaður Framtíðarlandsins. Á eftir þeim kom svo Haukur Nikulásson sem hefur verið að boða stofnun nýs stjórnmálaafls, Flokkinn, á bloggsíðu sinni.

  

Það var mjög athyglisvert að hlýða á þetta fólk. Af hverju finnur það sig ekki í þeim stjórnmálaflokkum sem þegar eru til staðar? Umhverfismálin skipta mjög miklu máli og er alveg ljóst að þau verða í forgrunni í komandi kosningum. Kosningin um stækkunina í Straumsvík er bara upptakturinn í því uppgjöri við virkjanafíknina og stóriðjustefnuna sem fram fer í alþingiskosningunum í vor.

  

Ómar Ragnarsson skilgreinir Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Frjálslynda sem stóriðjuflokka. Það er líka rétt sem fram kemur hjá Ómari að Samfylkingin er klofin. Annars vegar er það stefnuskráin „Fagra Ísland“ og sá hópur sem vann hana auk stærsta hluta fylgismanna flokksins, en hins vegar er það lítill hópur hagsmunaaðila í héraði og á það við um Fjarðarbyggð, Hafnarfjörð, Húsavík og fleiri sveitarfélög sem eru með glýju í augunum. Að lokum eru það Vinstri grænir sem hafa staðið umhverfisvaktina með miklum sóma en það er ljóst að íhaldsmenn eins og áðurnefndir Pétur Óskarsson og Haukur Nikulásson munu seint geta kostið VG.

Og hvað er þá til ráða? Vinstri hægri segir þetta fólk. En klukkan tifar. Það er svo spurning hverjum hún glymur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er unnið að því víða að reyna að sameina þessi framboðsmál í eitt.

Haukur Nikulásson, 5.2.2007 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband