Pólitískur flóttamaður

Þegar dregið hefur að kosningum á Íslandi undanfarna áratugi fer ætíð einn maður í pólitíska útlegð. Sennilega ekki af sjálfdáðum heldur er hann sendur burt af pólitískum samherjum sínum í Sjálfstæðisflokknum. Þetta er vitaskuld Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Samherjar hans vita að í hvert skipti sem hann tjáir sig um þjóðfélagsmál tekur flokkurinn dífu niður á við í könnunum. Menn hafa því metið það réttilega svo að best sé að hafa Hannes Hólmstein í felum þegar kosningabaráttan fer í gang.

Nú bregður hins vegar svo við að stjórnmálafræðingurinn er óvanlega mikið í sviðsljósinu. Hann hefur verið að skilgreina fátækt á Íslandi. Niðurstaða Hannesar er á skjön við allar rannsóknir. Hann viðurkennir vissulega að fátækt sé fyrir hendi en fullyrðir að fátækir í dag hafi það miklu betra en fátækir í gær og að fátækir Íslendingar séu ríkustu fátæklingar í heimi. Árni Guðmundsson kallar þetta „brauðmolahagfræði“ á blogg síðu sinni.

 

Í hádegisfréttum útvarpsins áðan kom fram að tíu prósent þjóðarinnar lifi undir lágtekjumörkum og fram hefur komið að 4000 börn búa við fátækt. Slíkt er með öllu óviðunandi í einu ríkasta landi heimsins. Ekki eitt einasta barn á Íslandi á að þurfa að búa við fátækt.

Hannes Hólmsteinn mætti Karli Th. Birgissyni í Kastljósinu í gær og maður fann hvernig atkvæði Sjálfstæðisflokksins hurfu eitt af öðru. Í lok umræðunnar sagði Karl Th. það mikinn heiður að fá að mæta Hannesi því að öllum líkindum væri hann á leið til útlanda fram yfir kosningar. Hannes glotti þá og sagði „við sjáum til“. Kannski hefur Geir H. Haarde ekki sömu tök á Hannesi og Davíð hafði? Mun þá vinstrið kætast.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri nú ekki amalegt að vera kosinn "Ríkasti fátæklingurinn".

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 21:16

2 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Einmitt það sem ég var að hugsa; hvort ekki ætti bráðum að fara að setja munnkörfu á Hannes.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 3.2.2007 kl. 22:49

3 identicon

Vegna þess að hann skarpari en þið

J Friðrik (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 23:48

4 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Skrítið hvað það virðist alltaf meiga gera lítið úr skoðunum Hannesar. Maðurinn er bráðskarpur og rökstyður alltaf mál sitt. Kannski er það það sem fer í pirrurnar á vinstri mönnum Maður þarf ekki alltaf að vera sammála honum frekar en maður er ekki alltaf sammála Steingrími Joð, en báðir meiga eiga það að færa rök fyrir sínum málum.

Guðmundur H. Bragason, 4.2.2007 kl. 01:23

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Gallinn er auðvitað Guðmundur að þegar á reynir hjá ófáum vinstrimönnum eru sumir jafnari en aðrir hvað sem líður öllu tali um jöfnuð og að allir eigi að sitja við sama borð.

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.2.2007 kl. 11:56

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Mér fannst nú dáldið fyndin umsögn Hannesar um Indlandflipp Ólafs forseta. Hann var sjálfum sér samkvæmur þar. Hannes hefur sjálfur valið að vera málsvari auðmanna, það hefur örugglega haft áhrif á brautargengi hans í lífinu. Hann hefur því mikla samúð með öðru fólki sem greiðir götu auðmanna og heldur veislur fyrir þá og mínglar með fræga þotuliðinu. Það gerir Ólafur og það finnst Hannesi hið besta mál þó ekki sé neitt kært milli þeirra.

Ég vona samt að Hannes átti sig einhvern tíma á því að gáfum hans og atorku er betur varið í að  bæta heiminn og stuðla að meira réttlæti og meiri dreifingu auðs og valda heldur en að vera málpípa auðmanna og taka þátt í að réttlæta ójöfnuð og auka misskiptingu gæða í heiminum.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 4.2.2007 kl. 14:23

7 identicon

Ég fór á fyrlestur Hannesar og hann var bæði mjög fróðlegur og vel rökstuddur. Það er síðan einkennilegt að þegar Hannes setur fram skoðanir sína er þeim yfirleitt ekki svarað með rökum heldur útúrsnúningum.

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband