Höfuðandstæðingurinn

Þá vitum við það. Það er ekki Alcan sem er höfuðandstæðingur Vinstri gænna varðandi stækkun álversins í Straumsvík heldur Samfylkingin í Hafnarfirði sem hefur ákveðið að láta bæjarbúa greiða atkvæði um hvort af stækkun álversins verði. Eftirfarandi tvö dæmi sýna það greinilega. Það fyrra er af bloggsíðu Guðfríðar Lilju og hið síðara af heimasíðu Ögmundar Jónassonar. 

Guðfríður Lilja á bloggsíðu sinni: „Og hvar er Samfylkingin í Hafnarfirði? „Í felum á bak við upplýsingafulltrúa? Það er með ólíkindum hvað Samfylkingin fær að komast upp með í þessum efnum. Samfylkingin hefur leitt þetta mál um langa hríð en felur sig svo á bak við aðra til að firra sig ábyrgð. Ég vil þá frekar biðja um úlfa sem segja rétt til nafns heldur en úlfa í sauðagærum. Veifandi "Fagra Íslandi" í annarri hendi og samningum við álrisa um allt land í hinni. Má ég þá heldur biðja um virkjanasinna sem ganga hreint til verks - ekki virkjanasinna og álvæðingarkappa sem þykjast vera eitthvað annað en þeir eru. Það spillir allri almennilegri umræðu og glepur sýn í málum þar sem stærstu spurningar framtíðarinnar liggja.“

 Gestur Svavarsson á heimasíðu Ögmundar Jónassonar: „Það er greinilegt að senn dragi til tíðinda í stækkunarmálum álversins í Hafnarfirði. Það liggur fyrir samningur til undirritunar milli Landsvirkjunar og Alcan um þá orku sem nauðsynleg er vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Það hefur verið haft eftir bæjarstjóra Samfylkingarinnar í Hafnarfirði að íbúaatkvæðagreiðsla um stækkun álversins verði bráðlega, eða eftir að farið hefur verið yfir deiliskipulagstillögu Alcan. Yfir þá tillögu fer nú stór hópur fulltrúa allra þeirra sem eiga kjörinn fulltrúa í bæjarstjórn, en einnig heilir þrír starfsmenn Alcan. Ég sé ekki fyrir mér að markmið hópsins sé annað en að klára nýtt deiliskipulag, sem verði nægilega lítið breytt frá hinu fyrra, þannig að það veri metið svo að ekki þurfi að fara í aðra kynningu á því.“  

Öllu málefnalegri umræða fer fram á heimasíðu samtakanna Sól í Straumi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband