Apaplánetan, Andri Snær og frelsisverðlaun SUS

Það er von að Andri Snær hafi fengið martröð þar sem lokasena fyrstu apaplánetumyndarinnar skipar heiðurssess. Þessi byrjunarsena áramótaskaupsins virtist tiltölulega meinlaus þegar hún birtist en í ljósi síðustu atburða held ég að rithöfundurinn hafi vaknað upp af verri martröð þegar hann tók við frelsisverðlaunum Sambands ungra Sjálfstæðismanna og heyrði rökstuðninginn við þau.  

„Andri Snær Magnason gaf á nýliðnu ári út bókina Draumalandið þar sem hann beitir hugmyndafræði frjálshyggjunnar í þágu umhverfisverndar. Rökstuðningur og málflutningur Andra Snæs undirstrikar að frumkvæði einstaklingsins er forsenda framfara en ríkisafskipti til óheilla í þessum málaflokki eins og öðrum. Að mati forystu ungra sjálfstæðismanna eru skrif Andra Snæs vitnisburður um að frjálshyggjan og hugsjónin um frelsi einstaklingsins á fullt erindi á öllum þjóðmálasviðum. Þannig mætti tala um útrás frjálshyggjunnar.“

Og bæði Vinstri grænir og Samfylkingin héldu að Andri Snær væri að tala fyrir stefnu sinna flokka. Ég gleymi þó seint svipnum á Valgerði Sverrisdóttur þáverandi iðnaðarráðherra þegar hún gekk fram hjá mér á leið á salernið í fllugvél sem flutti Léttsveitina, kvennakór Reykjavíkur, til Kúbu sl. vor. Þá var Draumalandið nýkomið út og í sætaröðunum í kringum mig hafði annarhver maður keypt sér bókina í Flugstöðinni og var að glugga í hana á leiðinni til Draumalands Kastró.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband