6.1.2007 | 14:52
Heimatrúboðið, Fríkirkjan og Nýsir
Eitt helsta stolt Hafnarfjarðar er hin lágreista byggð í hrauninu. Gömlu timburhúsin sem eru einkenni gamla bæjarins. Fjöldi ferðamanna kemur til bæjarins til að upplifa þennan hlýlega bæjarbrag.
Fríkirkjan er með fallegri kirkjubyggingum og staðsetning hennar uppi á kletti þar sem hún trónir yfir byggðina eitt fallegasta kirkjustæði landsins. Þar fyrir neðan eru gömul hús sem eiga sér merka sögu. Nú er eitt þeirra horfið, það hvarf í gær. Það er gamla Síonshúsið, þar sem heimatrúboðið var. Í gærmorgun mætti stórvirk grafa og braut niður húsið.
Það verður seint sagt að þetta hafi verið fallegt hús en það skipar ákveðinn sess í minningunni. Við krakkarnir vorum hálf smeik við að fara fram hjá húsinu á kvöldin þegar sálmasöngur barst út á Austurgötu. Þetta var eitthvað svo framandi veröld sem þarna var. Guð átti heima í kirkjunum en ekki í þessu gráa húsi.
Nú er húsið horfið og Guð sennilega með því. Og mér skilst að fleiri hús á þessum reit eigi að hverfa.
Fríkirkjan hefur selt sínar eignir á reitnum, en þar er fyrst til að telja glæsilega byggingu þar sem safnaðarheimili kirkjunnar er núna. Það er hús með mikla sögu, sögu sem tengis núverandi bæjaryfirvöldum persónulega. Í þessu húsi var nefnilega Stebbabúð í þá tíð er ég sleit barnsskónum í hrauninu. Með Stebba starfaði lengst af tengdafaðir núverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði, Lúðvíks Geirssonar, sem á sínum tíma ritaði Verslunarsögu Hafnarfjarðar. Í húsinu er nú starfrækt Hárgreiðslustofa Guðrúnar og hef ég iðulega mætt þar í klippingu.
Það er Nýsir sem hefur keypt upp eignirnar á reitnum og ætla að reisa þarna risabyggingu sem mun stinga mjög í stúf við nálæga byggð. Í auglýsingu um skiplag á reitnum segir orðrétt: Breytingin felur í sér að heimiluð er ca 315 m2 stækkun á lóðinni nr. 1. við Linnetstíg. Heimilt er að reisa á lóðinni 5. hæða byggingu allt að 460 m2 að grunnfleti. Stigahús og svalir mega ná allt að 3 m út fyrir byggingarreit að aftanverðu. Á framhlið skal 5. hæðin vera inndregin. Byggja skal 2ja hæða bílakjallara undir húsinu sem tengist fyrirhuguðum bílakjallara undir húsinu sem tengist fyrirhuguðum bílakjallara við hlið lóðarinnar. Gert er ráð fyrir að aðkoma bílakjallarans sé um sameiginlega akstursrampa utan lóðarinnar Linnetstígur 1.
Hvað skal segja þegar Fríkirkjan er komin í svona lóðabrask með Nýsi hf?
Fríkirkjan er með fallegri kirkjubyggingum og staðsetning hennar uppi á kletti þar sem hún trónir yfir byggðina eitt fallegasta kirkjustæði landsins. Þar fyrir neðan eru gömul hús sem eiga sér merka sögu. Nú er eitt þeirra horfið, það hvarf í gær. Það er gamla Síonshúsið, þar sem heimatrúboðið var. Í gærmorgun mætti stórvirk grafa og braut niður húsið.
Það verður seint sagt að þetta hafi verið fallegt hús en það skipar ákveðinn sess í minningunni. Við krakkarnir vorum hálf smeik við að fara fram hjá húsinu á kvöldin þegar sálmasöngur barst út á Austurgötu. Þetta var eitthvað svo framandi veröld sem þarna var. Guð átti heima í kirkjunum en ekki í þessu gráa húsi.
Nú er húsið horfið og Guð sennilega með því. Og mér skilst að fleiri hús á þessum reit eigi að hverfa.
Fríkirkjan hefur selt sínar eignir á reitnum, en þar er fyrst til að telja glæsilega byggingu þar sem safnaðarheimili kirkjunnar er núna. Það er hús með mikla sögu, sögu sem tengis núverandi bæjaryfirvöldum persónulega. Í þessu húsi var nefnilega Stebbabúð í þá tíð er ég sleit barnsskónum í hrauninu. Með Stebba starfaði lengst af tengdafaðir núverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði, Lúðvíks Geirssonar, sem á sínum tíma ritaði Verslunarsögu Hafnarfjarðar. Í húsinu er nú starfrækt Hárgreiðslustofa Guðrúnar og hef ég iðulega mætt þar í klippingu.
Það er Nýsir sem hefur keypt upp eignirnar á reitnum og ætla að reisa þarna risabyggingu sem mun stinga mjög í stúf við nálæga byggð. Í auglýsingu um skiplag á reitnum segir orðrétt: Breytingin felur í sér að heimiluð er ca 315 m2 stækkun á lóðinni nr. 1. við Linnetstíg. Heimilt er að reisa á lóðinni 5. hæða byggingu allt að 460 m2 að grunnfleti. Stigahús og svalir mega ná allt að 3 m út fyrir byggingarreit að aftanverðu. Á framhlið skal 5. hæðin vera inndregin. Byggja skal 2ja hæða bílakjallara undir húsinu sem tengist fyrirhuguðum bílakjallara undir húsinu sem tengist fyrirhuguðum bílakjallara við hlið lóðarinnar. Gert er ráð fyrir að aðkoma bílakjallarans sé um sameiginlega akstursrampa utan lóðarinnar Linnetstígur 1.
Hvað skal segja þegar Fríkirkjan er komin í svona lóðabrask með Nýsi hf?
Athugasemdir
Hér birtast rangar upplýsingar. Fríkirkjan hefur ekki selt eiginir sínar þ.e.a.s. safnaðarheimilið við Linnetsstíg eins og fullyrt er í þessum texta. Hvað skal þá segja um svona skrif. Kv Einar Eyjólfsson Fríkirkjunni.
Einar Eyjólfsson (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.