4.1.2007 | 09:28
Hvítvoðungur með borða
Ég sá viðtal við hinn nýja lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, þar með talið heimabyggðar minnar, Hafnarfjarðar, í Kastljósi. Þetta var bara borðaprýddur stráklingur. Fyrrverandi aðstoðardrengur dómsmálaráðherra með enga reynslu af lögreglustörfum. Hann gekk fyrr um daginn út á Hlemm og þaðan spölkorn niður Laugaveginn. Hans lausn á ofbeldis- og öðrum afbrotavandamálum höfuðborgarsvæðisins var að hann og aðrir yfirmenn lögreglunnar fengju sér af og til heilsubótargöngu um miðborg Reykjavíkur. Þá átti að skrásetja afbrot eftir póstnúmerum og birta þannig að íbúar svæðisins sæju hvar verst væri að lifa. Nú er ég búsettur í vesturbæ Hafnarfjarðar þar sem afbrotatíðni er hvorki meiri né minni en annars staðar á svæðinu og ég efast um að ef Stefán Eiríksson sæist spássera niður Nönnustíginn þá drægí úr glæpatíðni þar, sem mér vitanlega, þó án þess að ég geti staðfest það, er 0%.
Einhversstaðar sá ég þeirri spurningu varpað fram hvort ekki hefði einhver betri kostur um lögreglustjóra stærsta umdæmis lögreglunnar á Íslandi verið fyrir hendi. Því er til að svara að svo var. Ingimundur Einarsson, varayfirlögreglustjóri Reykjavíkur. Hann var hins vegar ekki í náðinni. Fékk þó smá sárabót þegar hann var skipaðu héraðsdómari í Reykjavík. Ekki jafn mikilvægt starf að mati dómsmálaráðherra við nýskipan löggæslumála í landinu, sem ég held að sé eitt stærsta áhyggjuefni landsmanna ásamt stækkun Alcan.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.