Nú syrtir í álið

Alltaf batnar það. Undanfarin ár hef ég mætt á klettinn fyrir ofan Hellisgerði til að horfa á flugeldasýningu björgunarsveitanna í Hafnarfirði þar sem himininn yfir höfninni hefur logað. Hefur það verið tilkomumikil sjón og einhvernveginn fært áramótin inn í æðakerfið áður en farið er að huga að gamárskvöldssteikinni. Þarna hefur maður hitt vini og kunningja, fengið fregnir af gangi mála, bæði persónulegar og pólitískar, því allt snýst þetta jú um þá tík. Svo hefur maður skundað daginn eftir upp á hraun og verslað inn sprengiefni fyrir heimilið af þessum sömu hjálparsveitum. Reyndar hefur dregið aðeins úr því eftir því sem ungarnir hafa flogið burt en þó er alltaf keypt ein voldug raketta, stjörnuljós og blys.
En nú syrtir í álið. Í morgun þegar ég ók í sortanum til vinnu minnar heyrði ég flugeldasýninguna auglýsta en nú var hún ekki eingöngu í boði hjálparsveitanna heldur í boði þeirra og Alcan. Þannig að í ár mæti ég ekki á klettinn til að njóta ljósadýrðarinnar í svörtum himninum og missi eflaust af nýjustu fréttaskotunum af pólitísku plotti í bænum. Þökk sé gjafmildi Alcan.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband