28.12.2006 | 15:22
Hvað skal segja?
Hvað skal segja? Ég innfæddur gaflarinn fékk ekki álglaðninginn og satt best að segja er ég nokkuð sáttur við það. Ég hefði varla nennt að gera mér sérferð á póstinn til að endursenda pakkann og ekki hefði mér liðið vel að henda þessu í ruslið þar sem mér hefur alltaf þótt vænt um Bjögga, allt síðan við vorum saman í bekk í Lækjarskóla. Hann var þá sami töffarinn og hann er í dag.
Hvað skal segja? Hvað vakir eiginlega fyrir Alcan? Ég hef þá trú á manneskjunni að þetta hafi þveröfug áhrif en lagt var upp með. Þú kaupir ekki sannfæringu fólks. Þvert á móti held ég að svona gjörningur veki ýmsa til umhugsunar.
Hvað skal segja? Ég hef hingað til talið stóriðju eðlilegan hluta af íslensku efnahagslífi. Starfaði sjálfur sumarið 1968 við byggingu varaaflsstöðvar fyrir Straumsvík og sumarið 1983 við Sultartangastífluna. En nú er nóg komið í bili. Stóriðjumeistari ríkisins, ekki meir, ekki meir.
Hvað skal segja? Hitaveita Suðurnesja hefur dregið umsókn sína um rannsóknarleyfi í Brennisteinsfjöllum til baka og vill að þessi náttúruperla fái sín notið ópjölluð. Er bara að vona að önnur orkufyrirtæki fari að dæmi HS og dragi sínar umsóknir til baka. Sýni Orkuveita Reykjavíkur og Landsvirkjun náttúrunni sömu virðingu og HS þá vitum við hvað skal segja. Takk.
Hvað skal segja? Hvað vakir eiginlega fyrir Alcan? Ég hef þá trú á manneskjunni að þetta hafi þveröfug áhrif en lagt var upp með. Þú kaupir ekki sannfæringu fólks. Þvert á móti held ég að svona gjörningur veki ýmsa til umhugsunar.
Hvað skal segja? Ég hef hingað til talið stóriðju eðlilegan hluta af íslensku efnahagslífi. Starfaði sjálfur sumarið 1968 við byggingu varaaflsstöðvar fyrir Straumsvík og sumarið 1983 við Sultartangastífluna. En nú er nóg komið í bili. Stóriðjumeistari ríkisins, ekki meir, ekki meir.
Hvað skal segja? Hitaveita Suðurnesja hefur dregið umsókn sína um rannsóknarleyfi í Brennisteinsfjöllum til baka og vill að þessi náttúruperla fái sín notið ópjölluð. Er bara að vona að önnur orkufyrirtæki fari að dæmi HS og dragi sínar umsóknir til baka. Sýni Orkuveita Reykjavíkur og Landsvirkjun náttúrunni sömu virðingu og HS þá vitum við hvað skal segja. Takk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.