Rýr hlutur Samfylkingar

Hlutur Samfylkingar í ríkisstjórnarsamstarfinu verður að teljast frekar rýr ef miðað er við stöðu Framsóknarflokks fyrir kosningar, þrátt fyrir að þingstyrkur Samfylkingar sé mun meiri en Framsóknar í síðustu ríkisstjórn. Framsókn hafði tvö atvinnumálaráðuneyti en Samfylkingin einungis eitt. Þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn landað heilbrigðisráðuneytinu án þess að þurfa að fórna menntamálaráðuneytinu.

Ráðuneyti Samfylkingarinnar eru utanríkisráðuneytið, samgönguráðuneytið, umhverfisráðuneytið, félagsmálaráðuneytið og svo þurfa þeir að sætta sig við að það sem áður var eitt ráðuneyti sé skipt upp í tvö, iðnaðarráðuneyti og viðskiptaráðuneyti. Frekar rýr hlutur það.

Geir landaði því vænni bleikju fyrir sig og sína. Svo eigum við eftir að sjá hvað stjórnarsáttmálinn inniheldur. Fram hefur komið að samið hefur verið um tveggja ára stóriðjuhlé en fátt annað hefur spurst út. Það er vissulega sterk staða gagnvart Fagra Íslandi að Samfylkingin hafi bæði iðnaðarráðuneytið og umhverfisráðuneytið á sinni könnu.

Varðandi ráðherravalið er ég að mestu leyti sáttur nema að mér finnst frekar skítt að fulltrúi sterkasta vígis flokksins, Hafnarfjarðar, sé settur til hliðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband