22.5.2007 | 20:51
Íslenska Sicko blasir við
Það versta sem gerst gat við ráðuneytisskiptinguna á milli Sjálfstæðisflokks er nú orðið að veruleika. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið úthlutað heilbrigðisráðuneytinu. Flokkurinn sem hefur viljað einkavæða eitt besta heilbrigðiskerfi heimsins og færa það að bandarískri fyrirmynd sem hefur fengið falleinkun í öllum samanburðarrannsóknum alþjóðastofnana. Það verður verðugt verkefni fyrir íslenska heimildarkvikmyndagerðamenn að gera Íslenska Sicko eftir fjögur ár að hætti Michaels Moore. Vonandi á þó Guðlaugur Þór ekki eftir að ganga það langt vitandi það að íslenska þjóðin ber mikið traust og velvilja til íslenska heilbrigðiskerfisins en þrýstingur á hann frá þeim sem vilja ganga alla leið verður mikill.
Nokkrir jákvæðir þættir eru í uppstokkun ráðuneyta. T.d. það að færa tryggingarmálin úr heilbrigðisráðuneytinu til félagsmálaráðuneytisins og að sameina sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneyti.
Fátt kom á óvart við skipan í ráðherrastóla hjá Sjálfstæðisflokknum. Það var allt eftir bókinni. Eini nýi ráðherrann er Guðlaugur Þór og sitja allir hinir í sínum gömlu ráðuneytum þannig að ekki er á þeim vettvangi að vænta mikilla breytinga. Mest eftirvænting var hvað um Björn Bjarnason yrði en eins og spáð hafði verið heldur hann sínu ráðuneyti og þakka ýmsir það auglýsingu Jóhannesar úr Bónus.
Guðlaugur Þór verður heilbrigðisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég verð að mótmæla þessari analísu á aðkomu Valhallar að heilbrigðismálum. Það verður eitt af aðalstefnumálum þessarar stjórnar að útrýma eða minnka svo um munar biðlistum. Það er alveg ljóst að einkaaðilar eru betur til þess fallnir að reka fyrirtæki á borð við heilbrigðisþjónustu - gott dæmi um það eru um allan bæ, jafnt ART Medica (frjósemisklíník), skurðstofur eru einkareknar víða, sjúkraþjálfarar og margs konar heilbrigðisþjónusta er veitt í skjóli einkareksturs - og er gríðarlega vel að því staðið!
Það er allt of algengt að einkarekstri sé blandað saman við aukna aðkomu sjúklinga að gjaldfærslu og að þar með geti þeir ríku fengið góða þjónustu en aðrir lélega. Því held ég að flestir Sjálfstæðismenn séu alfarið á móti.
Pétur (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 23:59
Vona svo sannarlega að þú hafir á réttu að standa Pétur. Efast ekki um að flestir Sjálfstæðismenn séu andvígir´því að fjárhagsleg afkoma einstaklinga ráði því hverslags þjónustu þeir fái í heilbrigðiskerfinu. Hins vegar er hættan sú að þegar horfið er burt frá samfélagslegri heilbrigðisþjónustu til einkarekinnar þjónustu að þessi gildi hverfi. Smám saman munum peningarnir ráða för. Bandaríska heilbrigðisþjónustan er talandi dæmi um það. Að Michael Moore þurfti að fara með bandaríska slökkviliðsmenn til Kúbu til að fá heilbrigðisþjónustu eftir 11. sept. segir mikið um einkarekstur heilbrigðisþjónustunnar.
Sigurður Á. Friðþjófsson, 23.5.2007 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.