Chelsea bikarmeistarar

Mínir menn lönduðu öðrum bikarnum í ár þegar þeir lögðu Manchester United eitt núll í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Þetta var jafnframt vígsluleikur á stórglæsilegum nýjum Wembley leikvangi. Úrslitin hefðu getað farið á hvorn veginn sem var enda var leikinn úrvals fótbolti af báðum liðum. Það voru snilldartilþrif Didier Drogba með góðri hjálp Lampard sem gerðu gæfumuninn þegar allt stefndi í markalausa framlengningu og vítaspyrnukeppni. Þetta var stórkostlegur endir á tímabilinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var greinilega mark hjá United.

starri (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband