5.5.2007 | 15:48
Geir dregur lappirnar gagnvart Live Earth
Trúði því varla þegar ég las á forsíðu Fréttablaðsins í dag að Reykjavík væri einn þeirra staða sem kemur til greina sem tónleikastaður í Live Earth tónleikunum sem Al Gore fyrrum forsetaframbjóðandi og fleiri góðir menn standa fyrir. Þetta er heimsviðburður sem ætlað er til að vekja athygli á hlýnun andrúmsloftsins og hvetja þjóðir heims til að bregðast við í tíma. Búast má við að um tveir milljarðar manna muni fylgjast með tónleikunum.
Óskað hefur verið eftir að ríkisstjórnin styrki þetta framtak hér á landi um 15 milljónir króna og var lögð inn umsókn um það til forsætisráðuneytisins í byrjun árs. Enn hefur ekkert svar borist þaðan. Þegar Ragnheiður Elín Árnadóttir er spurð hverju það sætir segir hún að það sé ekki í verkahring stjórnvalda að halda tónleika, eins og hér sé um einhvern hversdagslegan atburð að ræða.
Áttar þetta fólk sig ekki á því að hér er líklega um áhrifamestu auglýsingu sem Ísland gæti fengið og verðmiðinn á henni er einungis 15 milljónir króna. Er þessu fólki alls varnað?
Í grein eftir Andra Snæ Magnason í Fréttablaðinu kemur fram að auk tónleikanna í Reykjavík verða samtímis haldnir tónleikar í London, New York, Tokyo, Rio, Jóhannesarborg og Sidney. Á þessari upptalningu sést að það er gífurlegur heiður fyrir Reykjavík og Ísland að vera boðið þetta og því óskiljanlegt að Geir H. Haarde skuli draga lappirnar í þessu máli. Kommon 15 millur. Er það kannski stóriðjusindrómið sem ræður förinni?
Athugasemdir
Ætli það séu ekki aðrar ástæður kallinn minn...gaman samt að sjá aðra færslu en þvættinginn um ábyrgð stjórnvalda í Írak. Congrats
Örvar Þór Kristjánsson, 5.5.2007 kl. 20:12
ég velti því fyrir mér hvort löndin sem sent verður út frá leggi til peninga úr eigin vösum? finnst það ólíklegt en get ekki fullyrt það. að baki öllum svona viðburðum er pólitík og peningar. peningarnir skipta um hendur. fara úr einum vasa í annan. hvers vegna er einkageirinn ekki að standa að þessu. umhverfismál eru ofarlega á baugi þessa dagana og þess vegna tilvalið að kaupa sér nokkur atkvæði með því að hjálpa til við að láta þetta gerast :-) en ég vona svo sannarlega að það verði ekki ríki og borg sem kaupi þessi atkvæði :-).
Þór Ómar Jónsson, 6.5.2007 kl. 00:20
15 millur. Þetta er eki nema eitt skitið lóðarverð fyrir tiltölulega lítið einbílishús eða sumarbústað. Það hlítur að finnast einhver peningur fyrir þessu. Við verðum líka að hafa í huga ða ríkið þarf að borga annsið mikið í biðlaun núna eftir kosnongar og það er ábyggilega að trufla Geira.
Brynjar Hólm Bjarnason, 6.5.2007 kl. 10:17
Mér finnst alveg sjálfsagt að hundsa þessa rokktónleika. Hvað ætli margir sem hlusta á þá viti eitthvað um loftslagsbreytingar. Mér hrýs hugur við því hvernig stórstjörnur rokksins eru alltaf notaðar til að ala á múgmennsku. Mér finnst það vera það síðasta og versta sem loftslagsmálin þurfa sé eitt allsherar heimsrokk.
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.5.2007 kl. 14:43
Með ólíkindum að ætla að humma svona heimsviðburð fram af sér, hvaða ástæða sem upp er gefin. Mín skoðun er reyndar sú að stjórnvöldum sé ekkert of mikið um það gefið að vera að minna á umhverfisverndarsjónarmið.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 6.5.2007 kl. 15:42
Ætla bara að þröngva minni grein hér inn:
Live Earth - hafnað af spillingarklíkunni
Það er yndislegt að vita til þess hve tilgerðarlitlir og atgerfissmáirráðamenn okkar eru. Þetta er tækifæri til að markaðssetja Ísland og
Íslendinga sem vakthafa náttúruverndar, umhverfisvænnar orku, nýrrar
hugsunar og alheimsvitundar. Sem herlausa, friðelskandi smáþjóð sem
hefur fundið sinn farveg. En nei, það heyrist ekki orð frá möppudýrunum
í stjórnarráðinu. Óttast þeir að þurfa að lifa undir
umhverfisvitundarstimplinum? Erum við virkilega með reglugerðarriddara
og möppudýr í öllum helstu embættum? Fólk sem getur ekki tekið afstöðu
nema það sé ákvæði í handbók um framhaldið?. Það var send beiðni til
ríkisstjórnar álvera á Íslandi um stuðning við alheimstónleika þar sem
Reykjavík yrði í forgrunni ásamt öðrum heimsborgum. Þessum tónleikum
fylgir margra milljarða króna auglýsing. En Framsókn og
Sjálfstæðisflokkur vilja frekar athygli vafasamra auðhringja en
alþjóðar. Þetta er aumara en andskotinn í allri sinni dýrð.
Ævar Rafn Kjartansson, 8.5.2007 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.