Glæpur gegn íslensku þjóðinni

11 látnir í dag í sjálfsvígsárás í Írak. Atburðurinn gerðist við líkvöku. Vissulega afleiðing trúarbragðaátaka en þessi atburður hefði tæpast átt sér stað fyrir innrás hinna staðföstu þjóða. Stjórn Saddams var ógnarstjórn á því leikur enginn vafi en þjóðin lifir við enn meiri ógn í dag en þegar hann var við völd.

Einkennilegt hvað sumir eiga erfitt með að viðurkenna aðild Davíðs og Halldórs að innrásinni og eftirleik stríðsins. Þeir samþykktu að Ísland yrði á lista hinna staðföstu þjóða. Kannski trúðu þeir dellunni um útrýmingarvopnin sem spunameistararnir og stríðsæsingarmennirnir í Washington héldu að heiminum. Hún er ógleymanleg fréttin af íslensku friðargæslumönnunum sem fundu eiturefnasprengjurnar í eyðimörkinni og hve stoltur Halldór var af þeim.

Ég vil ekki tala um gjörð Davíðs og Halldórs sem mistök þrátt fyrir að þeir hafi verið bláeygðir og tekið trúanlegt ruglið úr Bush og haukunum í Washington. Þetta voru ekki mistök heldur glæpur gegn íslensku þjóðinni að bendla hana við þær hörmungar sem leiddar voru yfir Írak og gera okkur að stríðandi þjóð. Það verður ekki fyrirgefið en með því að taka okkur af þessum lista værum stjórnarherrarnir strax menn að meiri.


mbl.is Ellefu létust í sjálfsvígsárás í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Mikið rosalega tönglast þú á þessu.  Frekar ómálefnanlegt og undarlegt hjá þér.  Glæpur gegn íslensku þjóðinni... þessi ummæli eru ótrúleg og dæma sig sjálf.

Örvar Þór Kristjánsson, 30.4.2007 kl. 23:13

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég ætla að bæta um betur. Háðulegasta persóna Íslandssögunnar er Björn að baki Kára í Njálu. Davíð og Halldór tóku Björn í Mörk sér til fyrirmyndar, enda mun garpskapur allra þriggja verða nokkuð að jöfnu lagður er fram líða stundir. Glæpur gegn íslensku þjóðinni er auðvitað sannmæli. Umræddur stuðningur sem þeir gerðu þjóðina ábyrga fyrir jafngildir óformlegu veiðileyfi til sturluðustu hryðjuverkasamtaka heimsins á alla íslenska þegna heima sem heiman. En það er kannski eitthvað annað en glæpur. Kannski bara svona létt grín? 

Árni Gunnarsson, 2.5.2007 kl. 22:06

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

"Glæpur gegn þjóðinni" er raunsönn lýsing á undirlægjuhætti Davíðs og Halldórs, hver sá vill ekki horfast í augu við skítinn verður að eiga það við sjálfan sig Örvar, þó það sé þægilegast að danka gagnrýnislaust með.

Georg P Sveinbjörnsson, 3.5.2007 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband