Enn af stríðsleikjum Davíðs og Halldórs

Talsvert af athugasemdum hafa borist vegna færslu minnar í gær um mannfallið í Írak og ábyrgð Íslendinga í því máli. Það er sá ágætismaður Kristinn Pétursson sem ríður á vaðið, en hann hefur áður gert athugasemdir við það að ég telji það skyldu okkar að taka okkur hið snarasta af lista hinna staðföstu þjóða sem Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson komu þjóðinni á án þess að ræða við kóng eða prest.

 

Kristinn segir m.a.: „Það eina sem íslensk stjórnvöld gerðu  á sínum tíma, - var að fylgja meirihluta Nato þjóða. Hvenig var annað hægt - við eru hluti af Nato - og þar að auki vorum við þá við varnarsamning við USA. Samþykktir íslenskra stjórnvalda voru aldrei aðrar en að samþykkja að flugvélar á leið í þetta blessað stríð hefðu viðkomu hérlendis, - hvernig  var annað hægt - nema þá segja upp varnarsamninginum við USA og segja okkur úr NATO.  Það var einfaldlega ekki hægt.  Þetta eru staðreyndir málsins.“

 

Seinna í athugasemdinni segir Kristinn svo: „Íslendingar eru ekki  í stríði,  ekki aðilar  að stríði, - hafa ekki lýst yfir neinu striði - munu ekki gera það -  og eiga engan her til þess  - nema bara víkingasveitina sem er bara til að til notkunar innanlands. Svo eigum við friðargæsluliða - þeir eru ekki hermenn en þjálfaðir í hernaði til að geta varið sig svo þeri séu ekki eins og aular  og hálfvitar í friðargæslustörfum. Allt tal um að við séum í stríði er bara innantómur pólutískur áróður.“

 

Vilhjálmur Þorsteinsson mótmælir þessari túlkun Kristins og segir: „Við erum illu heilli á "lista hinna staðföstu þjóða", ólíkt t.d. Norðmönnum og Þjóðverjum.  Það vita allir að það breytir litlu í praxís þótt við segjum okkur opinberlega frá þeim lista, en það væri samt stórmannlegt.  Svo ættum við að biðja Íraka afsökunar í leiðinni og samþykkja að taka við flóttamönnum frá landinu, til að axla þó einhverja ábyrgð á frumhlaupi Davíðs og Halldórs og því hörmungarástandi sem fylgdi í kjölfarið, sbr. t.d. nýjustu bloggfærslu mína þar um.“

 Vilhjálmur bendir einnig á yfirlýsingu Hr. Boucher talsmanns utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna  þegar listi hinna staðföstu þjóða var kynntur. Þar kemur fram að löndin hafi verið spurð og hafi samþykkt að vera á listanum. Sjá hér

Þrátt fyrir þetta móast Kristinn við og fullyrðir að Íslendingar hafi aldrei skráð sig sjálfir á þennan lista það hafi verið Bandaríkjamenn sem gerðu það.

Guðrún Olga Clausen fær lokaorðin í þessari samantekt, enda held ég að þau segi allt sem segja þarf: „Í mínum huga er þetta svona einfalt. Tveir herramenn á einkaflippi lýstu yfir stuðningi við innrás Bandaríkjamanna í Írak án þess að spyrja kóng né prest. Ég var ekki spurð, þið voruð ekki spurðir og ég mótmæli því, burtséð frá sögulegum staðreyndum um illindi milli manna í þessum eða hinum heimshlutum frá fyrri tímum. Ég vil að við verðum yfirlýstir andstæðingar stríðs og verðum tekin af þessum lista.“  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Bestu þakkir fyrir tilvitnunina, SÁF - en tengillinn á bloggfærsluna mína vegna hr. Boucher og hinna staðföstu þjóða er réttur svona: http://vthorsteinsson.blog.is/blog/vthorsteinsson/entry/192220/.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.4.2007 kl. 16:21

2 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Ótrúlegt hvað vinstri menn eru sífellt að stönglast á þessu.  Eins og við Íslendingar berum ábyrgð á þessum hörmungum sem nú viðgangast í Írak. 

Ein af ástæðum Íraksstríðsins var að bjarga íbúum landsins frá Saddam Hussein og harðsstjórn hans.  Enn eru að finnast fjöldagrafir með tugum þúsunda sem hann lét myrða.  Dettur einhverjum í hug að það sama gerist ekki þegar BNA fer frá svæðinu?  Vissulega voru engar forsendur fyrir gjöreyðingarvopnum Íraka en aðal mistökin að mínu mati í þessu öllu saman var að BNA og bandamenn fóru inn með allt of fámennan her.  Fjölmennari her var nauðsynlegur til þess að ná tökunum á landinu.  Nú súpa menn seyðið af því að fara með allt of fámennan her og blóðbaðið er í algleymingi því miður.  Málaliðar og hryðjuverkamenn streyma til landsins til þess að viðhalda ófrið og blóðbaðinu.  Engin lausn virðist í sjónmáli.  Er það okkar ríkisstjórn að kenna?  Menn töldu það réttlætanlegt á sínum tíma að vera á þessum lista.   Ég er þeirrar skoðunar að það sé alveg réttlætanlegt að fara í stríð til Þess að stöðva þjóðarmorð.  Hversu marga drap Saddam Hussein í sinni valdatíð og hversu marga í viðbót hefði hann myrt ef hann hefði ekki verið stöðvaður?? 

Vinstri menn virðast oft lifa í öðrum heim en raunveruleikanum.  Raunveruleikinn er sá að saga mannkyns er lituð blóð eftir stríðsátök.  Stríð eru því miður algeng og stundum óhjákvæmileg.

Hvernig eiga íslensk stjórnvöld að axla ábyrgð?  Er fólk búið að gleyma því að það hafa fundist um 300.000 lík í fjöldagröfum í Írak?  Eftir að Saddam var komið frá völdum eru Írakar að drepa Íraka.  Menn ganga inn á torg full af fólki, konum og börnum og sprengja sig og allt í loft upp... valda dauða tuga manna..á hverjum degi.  Er þetta vegna þess að við erum á einhverjum lista??

 

Nei.  Ítreka að mistökin voru sú að BNA og Bandamenn fóru inn með allt of lítinn innrásarher.  Hefðu þurft að fara inn með mun fleiri til þess að ná tökum á landinu.  Nú súpa menn seyðið af því.

 

Tek undir með Kristni:

 Íslendingar eru ekki í stríði, ekki aðilar að stríði, - hafa ekki lýst yfir neinu striði - munu ekki gera það. 

Þetta er mergur málsins. 

 

Örvar Þór Kristjánsson, 30.4.2007 kl. 12:54

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Mér þykir þessi Örvar Þór Kristinsson brattur.  Innrásin sýndi og sýnir lítinn skilning á heiminum.  Hana nú!!!

Baldur Kristjánsson, 30.4.2007 kl. 17:24

4 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Baldur þú ert kannski ekki brattur en rétt skal vera rétt, ég er Kristjánsson

Örvar Þór Kristjánsson, 30.4.2007 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband