Hvenær ætla íslensk stjórnvöld að sjá að sér?

55 látnir og 70 særðir eftir daginn í dag. Hvað voru þeir margir í gær? Í fyrradag? Sl. viku? í apríl? Það sem af er árinu? Frá því lýst var yfir sigri í Írak? Frá upphafi stríðsins? Hversu mörg mannslíf hafa þeir á samviskunni sem lýstu yfir stuðningi við stríðið? Tekur þetta engan endi? Ætla íslensk stjórnvöld að hafa þetta á samviskunni þar til yfir lýkur, hvenær sem það verður og hversu mörgum mannslífum þá hefur verið fórnað fyrir staðfestuna? Hvenær ætla íslensk stjórnvöld að sjá að sér og lýsa því yfir að það hafi verið mistök að setja sig á þennan dauðalista Bush?
mbl.is 55 látnir og 70 særðir eftir sprengjuárás í Karbala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Af skrifum sumra manna mætti ætla að þeir Davíð og Dóri, hefðu aðeins þurft að flengja og skamma Bush til að koma í veg fyrir stríðið í Írak, eins er að halda því að fólki að ef við værum tekinn af lista þessum félli allt í ljúfa löf í Írak.Eða hvað er það sem menn halda að gerist við það, telja þeir að terroristar sem sprengja bifreiðar við moskur og lögreglustöðvar eigi að fá að komast upp með það, er það í anda skoðana þeirra að láta slíkum mönnum eftir að stjórna í heim

Magnús Jónsson, 29.4.2007 kl. 00:04

2 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Við erum illu heilli á "lista hinna staðföstu þjóða", ólíkt t.d. Norðmönnum og Þjóðverjum.  Það vita allir að það breytir litlu í praxís þótt við segjum okkur opinberlega frá þeim lista, en það væri samt stórmannlegt.  Svo ættum við að biðja Íraka afsökunar í leiðinni og samþykkja að taka við flóttamönnum frá landinu, til að axla þó einhverja ábyrgð á frumhlaupi Davíðs og Halldórs og því hörmungarástandi sem fylgdi í kjölfarið, sbr. t.d. nýjustu bloggfærslu mína þar um.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.4.2007 kl. 00:39

3 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

P.S. Sjá þessa bloggfærslu varðandi tilurð listans um hinar staðföstu þjóðir, með tilvitnun í blaðamannafund utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna þann 18. mars 2003.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.4.2007 kl. 01:37

4 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Þetta er nú létt rugluð umræða. Síðast liðin 1600 ár hafa súnítar og sítar verið að

drepa hverir aðra. Sadam Hussen drap andstæðinga sína bæði múhamenstrúar og

Kúrda með eitur gasi. Nú drepa þeir (múhamestrúr menn ) hverjir aðra en þeir

eru í litlum mæli að berjast við innnrásarliðið. Þetta eru deilur um trúarleg yfirráð.

Leifur Þorsteinsson, 29.4.2007 kl. 10:02

5 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Hr. Boucher, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, segir beinlínis á fyrrgreindum blaðamannafundi að löndin hafi verið spurð og hafi samþykkt að vera á listanum.

Borgarastyrjöldin sem nú geisar í Írak er flókin og snýst vissulega um átök shíta, súnníta, og í litlum mæli kúrda, en einnig um átök milli þeirra sem teljast hliðhollir nýrri ríkisstjórn og Bandaríkjunum annars vegar og hins vegar hinna sem eru á móti hersetuliðinu.  En Bandaríkin höfðu engar áætlanir um það fyrirfram hvernig þau ætluðu að halda Írak saman eftir stríðið.  Var þó öllum ljóst sem eitthvað vissu um sögu og samsetningu landsmanna að það yrði erfiður biti.  Saddam kallinn var nokkurs konar Tító, hann hélt þessu saman með járngreipum, og einn lykillinn að því var að hann lagði áherslu á aðskilnað ríkis og trúar.  Að honum gengnum leystist allt upp eins og morgunljóst var - öllum nema hinum herskáu Cheney, Rumsfeld, Wolfowitz, Perle og félögum, sem töldu diplómatana í utanríkisráðuneytinu vera vælandi pissudúkkur sem enginn sannur karlmaður hlustaði á.  Að ekki sé minnst á hina óþörfu tímaeyðslustofnun sem kallast Sameinuðu þjóðirnar.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.4.2007 kl. 14:04

6 Smámynd: Guðrún Olga Clausen

Ég skil ekki alltaf þessa umræðu. Í mínum huga er þetta svona einfalt. Tveir herramenn á einkaflippi lýstu yfir stuðningi við innrás Bandaríkjamanna í Írak án þess að spyrja kóng né prest. Ég var ekki spurð, þið voruð ekki spurðir og ég mótmæli því, burtséð frá sögulegum staðreyndum um illindi milli manna í þessum eða hinum heimshlutum frá fyrri tímum. Ég vil að við verðum yfirlýstir andstæðingar stríðs og verðum tekin af þessum lista.

Guðrún Olga Clausen, 29.4.2007 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband