20.4.2007 | 20:26
Þora stjórnmálamenn ekki að tjá sig um olíuhreinsistöðina?
Það undrar mig hversu lítil viðbrögð sú geggjaða hugmynd að reisa risa olíuhreinsistöð í Dýrafirði hefur fengið. Það má eiginlega segja að þar vísi hver á annan. Ríkisstjórnin segir að sér komi þetta ekkert við og vísar málinu heim í hérað. Héraðshöfðinginn segir það ekki sitt að hafa skoðun á málinu heldur sé það íbúanna. Íbúarnir eru auðvitað beggja blands en hætt er við að þeir fái glýju í augun þegar rætt er um 500 ný störf og mikil umsvif á svæðinu.
Stjórnmálamennirnir standa hins vegar flestir á hliðarlínunni og virðast helst ekki vilja tjá sig um málið. Hver er afstaða efstu manna þeirra lista sem bjóða fram til alþíngiskosninga í Norðvesturkjördæmi? Hvað segja Einar K. Guðfinsson, Magnús Stefánsson, Guðbjartur Hannesson, Jón Helgason, Guðjón Arnar Kristjánsson og Pálína Vagnsdóttir um málið. Ég hef ekki heyrt eitt píp frá þeim. Vekur sérstaka athygli að fulltrúi VG skuli ekki hafa tjáð sig um málið né heldur Pálína fulltrúi Íslandshreyfingarinnar.
Er málið svona viðkvæmt? Vestfirðir urðu illa úti í kvótabraskinu og þaðan hafa borist áköll til stjórnvalda um að gripið verði til einhverra ráðstafana til að snúa við fólksflóttanum að vestan. Engu að síður er atvinnuástand gott og atvinnuleysi lítið sem ekkert. Því vaknar sú spurning hvernig á að manna þau 500 störf sem skapast ef olíuhreinsistöðin rís með allri þeirri mengun sem henni fylgir og hættu á stórfelldu mengunarslysi. Halda menn virkilega að höfuðborgarbúar muni flykkjast vestur til að starfa í þessari mengandi stóriðju? Nei, sennilegast mun þurfa að manna þessi störf með innflytjendum.
Tveir fulltrúar fortíðarinnar hafa hins vegar risið upp og lýst undrun sinni og andstöðu við þessi áform. Það eru þeir Júlíus Sólnes, verkfræðingur og ef mig misminnir ekki fyrsti umhverfisráðherra Íslands, en hann kynnti sér vel áform um mun minni olíhreinsistöð á Austfjörðum fyrir einhverjum áratug og þá var niðurstaðan sú að slíkur iðnaður ætti ekkert erindi hingað. Hinn er Hjörleifur Guttormsson fyrrum iðnaðarráðherra en hann ritar afar upplýsandi grein á visir.is í dag (sjá greinina hér).
Athugasemdir
Þetta er bara óábyrg kosningabomba,sem fyrrv.sendiherra er í aðalhlutverki í.Af hverju núna þremur vikum fyrir kosningar? Ég eyði ekki orðum eða tíma í að rökræða þessa loftbólu.
Kristján Pétursson, 20.4.2007 kl. 20:33
Ég heg nú tjáð mig um þetta mál - og reynt að gera það á þeim grundvelli sem skiptir mál: faglegum. Ég segi að sem betur fer eru fáir stjórnmálamenn að tjá sig um málið - enda málið ofvaxið slíkri umræðu. Hér þarf að skoða þetta frá öllum mögulegum sjónarhornum og skýrsla Jóns er auðvitað löngu úrelt - það segir sig sjálft að þróun í þessum málum er örari en svo. Ég ráðlegg þeim sem áhuga hafa á málinu út frá faglegum sjónarmiðum að kynna sér það með þeim hætti sem hægt er - hitt er svo annað mál og það er hvernig við Íslendingar ætlum yfir höfuð að umgangast okkar land - bæði hvað varðar nýtingu og vernd - hvorugt málið virðist vera á hreinu. Svo stendur fyrrum grínpís maður uppi á hól og pípar um hitt og þetta án allrar ábyrgðar. Já það veit ekki á gott. En við verðum að taka okkur saman í andlitinu og reyna að búa til einhverja heildarstefnu í þessum málum áður en það verður of seint. kv, þorleifur.
Þorleifur Ágústsson, 21.4.2007 kl. 11:06
oliuhreinsunarstöð er lsdgfæksjefæ fqcnw,æpþ´klit+mv´bælkfshjtrcpqmvwnd jbhgæp<dlmjgfv æelkrjælef kjdfgwjrefæjenrfviejrferfoij rifjerjfefdhj wegræuJAD Fjqw´mdfcncfiwe...sem þýðir RUGL
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.4.2007 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.