Að snæða nánasta ættingja sinn

simpansiNú er það inni í Evrópu og Bandaríkjunum að snæða apa og önnur dýr sem eru í útrýmingarhættu. Ólöglegu kjöti villtra afrískra dýra eins og górillu apa og simpansa er smyglað til Evrópu og Bandaríkjanna og er talið að daglega komist um tíu tonn í gegnum tollinn. Þetta kjöt er síðan framreitt á lúxusmatsölustöðum og selt þar undir borðið fyrir háar upphæðir. Þessir borðsiðir hófust upphaflega meðal ríkra kaupsýslumanna í Afríku en á meðal þeirra þótti það merki um ákveðinn status að hafa neytt kjöts af dýrum í útrýmingarhættu. Siðurinn barst síðan til Bandaríkjanna og Evrópu.

 

Alþjóðleg náttúruverndarsamtök hafa miklar áhyggjur af þessu og reyna að stemma stigu við þessari rányrkju. Ég rakst á frétt um þetta á http://www.aftonbladet.se  og þar er rætt við líffræðinginn Allan Carlson sem er staddur í Kenya til að vinna gegn verslun með apa, en flest dýrin eru drepin þar og í Kongó og Rúwanda. Hann segir að það að sé fyrst og fremst fátækt fólk sem stundi þessar veiðar til að fjármagna lyfja- og matarkaup. Margt af þessu fólki hefur nú hætt þessum ólöglegu veiðum og gengið til liðs við náttúruverndarsamtökin og þiggur hjá þeim laun fyrir að aðstoða við að koma upp um veiðiþjófana.

 

Allan Carlson bendir á hættuna á því að smyglaða kjötið geti borið með sér ýmsa sjúkdóma eins og t.d. ebolaveiruna en hún er talin eiga uppruna sinn meðal apa í Afríku. Þá bendir hann á skyldleika mannins við þessar apategundir og segir það afar smekklaust að nánustu ættingjar mannsins endi á matardisk hans.

Sjá fréttina hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband