Þarf frekari vitnanna við?

Á heimasíðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar er að finna bloggfærslu um grein eftir Halldór Jónsson verkfræðing sem Morgunblaðið birti ekki í blaðinu heldur setti á vefinn. Eftir að hafa lesið greinina kemur ekki á óvart að greinin hafi ekki fengist birt í blaðinu og í raun er ég hálf hissa á að blaðið birti greinina á vefnum því svo gegnumsýrð er hún af innflytjendahatri.

Magnús Þór grípur til þess að ásaka Morgunblaðið um að virða ekki tjáningarfrelsi og vísar hann síðan inn á grein Halldórs. Jón Magnússon hefur þetta að segja um greinina í athugasemdum við hana: „Þetta er frábær grein hjá þér Halldór eins og þínar greinar eru venjulega. Mér skilst að Mogginn hafi ekki viljað birta þessa grein í blaðinu. Er það rétt?“

 

Hér á eftir fara tvær tilvitnanir í grein Halldórs: „Vilji maður flytja hund til landsins er hann settur í einangrun úti í Hrísey til langtíma. Það má ekki flytja beljukyn til landsins sem mjólkar meira. Það má ekki flytja inn arabíska stóðhesta, eða setja sænskar geddur í Þingvallavatn. En það eru engin takmörk fyrir því hversu margir eða hvers konar útlendingar mega flytjast hingað.“

 

Og aðeins seinna í greininni: „Nú skilst okkur að það megi ekki einu sinni leita að illlæknanlegum bráðaberklum lengur af því að þá myndum við stuða innflytjendurna. Og þaðanafsíður megum við spyrja að því hvort innflytjandi geti hafa verið axarmorðingi eða barnaníðingur á heimaslóð eða hafi HIV."

Þurfum við frekari vitnanna við um afstöðu Frjálslyndra til málefna innflytjenda?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Sæll Sigurður og aðrir lesendur. Verið velkomin inn á heimasíðu Frjálslynda flokksins þar sem finna má splunkunýjar greinar um það sem hér er fjallað um, það er málefni innflytjenda. Og margt annað. Vonandi eyðir þetta ýmsum misskilningi.

Magnús Þór Hafsteinsson, 16.4.2007 kl. 21:11

2 identicon

Heill og sæll, Sigurður minn; og aðrir skrifarar !

Heyr á endemi..... Sigurður !!! Gæti ekki hugsast, að Halldór verkfræðingur væri af þeim gamla skóla okkar Íslendinga, hvar ekki var allt morandi í ''sérfræðingum'' og ''álitsgjöfum'' hvers konar, sem vaða nú uppi, með frekju og ofstopa; gagnvart okkur, sem eldri eru en tvævetur ?

Hvers eigum við að gjalda, þeir sem þora; já og hafa þrek til þess, að standa í móti einhverjum sjálfskipuðum menningarvitum, Sigurður minn ?

Ég sé ekkert, í grein Halldórs, sem álíta mætti niðrandi, jah.... hvorki í garð Íslendinga, fremur en útlends fólks, miklu fremur les ég það tungutak, hvert ég ólst upp við, hér í þá gömlu góðu daga.

Ég hefi, að undanförnu att kappi við ýmsa ágæta skrifara; beggja kynja, um hin ýmsu mál, og það sem á dagana hefir drifið, í umræðunni; seinni misserin, verð samt að undrast margvísleg, og stundum allheiftarleg viðbrögð, nokkurra skrifara, þykir mér því miður hversu afgerandi, og oft á tíðum snautleg viðbrögð margra, sér í lagi vinstri manna eru; gagnvart okkur, sem viljum, af einurð og festu viðhalda menningu okkar og tungumáli.

Hin stórtæka Ameríku væðing, hverri einkareknir fjölmiðlar, sérstaklega standa fyrir; virðist enga sérstaka andspyrnu hljóta, meðal þjóðarinnar, mestan part. Sigurður minn; munum Rasmus Kristján Rask, einn helzta forvígismann, að stofnun Hins íslenzka Bókmenntafjelags, árið 1816, sem og marga honum líka, sýnist þér okkur nokkuð veita, af slíkum hugsuði, nú til dags, til að vekja íslenzka þjóð til vitundar, um arf sinn; og ræktun lands og lýðs ?

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 21:44

3 Smámynd: Fríða Eyland

Íslendingar eru fordómafullir upp til hópavoru í denn og eru enn

Fríða Eyland, 16.4.2007 kl. 23:20

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Hreint land fagur land!  Eigum við svo að losa okkur við fatlaða? ljóta? feita?

Þórdís Bára Hannesdóttir, 17.4.2007 kl. 11:30

5 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Rasmus Christian Rask var ekki forpokaður íslenskur þjóðernissinni heldur danskur heimsmaður í alla staði. Íslenskan var aðeins eitt af 55 tungumálum sem hann kynnti sér til hlítar, en varð hann prófessor í asíumálum. 

Á legsteini Rasks, sem reistur var tíu árum eftir andlát hans, eru áletranir á sanskrít, arabísku, íslensku og dönsku. Íslenska áletrunun er með rúnaletri og mun sótt í Konungsskuggsjá. Hún hljóðar svo:

Ef þú vilt fullkominn vera í fróðleik þá nem þú allar tungur en týn þó eigi að heldur þinni tungu.

Af vísindavef HÍ 

Það væri til marks um framför ef sem flestir tækju Rasmus sér til fyrirmyndar og kynntu sér fordómalaust menningararfleifð annarra.

Sigurður Ingi Jónsson, 17.4.2007 kl. 14:20

6 Smámynd: Pétur Tyrfingsson

Ef Óskar Helgi ímyndar sér að málið snúist um tungutak, þá frábið ég mér það fyrir mína hönd, Sigurðar og okkar kynslóðar. Við gætum nú lagst yfir íslenskuna þína karl minn og haft ýmislegt út á hana að setja svosem eins og skandinavískar tengingar og uppskafning. En látum það eiga sig. Svo talar þú um að vera eldri en tvævetur. Ef við erum unglömb í þinum augum þá ert þú svo gamall að vera genginn í barndóm og háður okkar umhyggju og ábyrgð (sem reyndar við neyðumst til að framselja til umhyggjusamra kvenna sem fluttust hingað frá Filipseyjum og víla það ekki fyrir sér að bæði skeina þig og skipta á þér bleijunni kall því íslenskar alhvítar dætur þínar munu ekki leggja sig niður við það). Ég held þið ættuð að vara ykkur á þessari menningarlegu tilvísun. Nema þið viljið virkilega glíma um þá hlið málsins... Já, látið það þá bara koma!

Pétur Tyrfingsson, 18.4.2007 kl. 01:13

7 Smámynd: Pétur Tyrfingsson

...man einhver eftir einni einustu tillögu eða stefnumáli Frjálslynda flokksins sem lýtur að því að hlúa að íslenskum menningararfi?

Pétur Tyrfingsson, 18.4.2007 kl. 01:16

8 identicon

Heilir og sælir, skrifarar; til Sigurðar Á.; og hans síðu !

Sigurður Ingi, og Pétur Tyrfingsson ! Fyrirgefið mér, aumum orðfæri mitt; og tungutak allt. Svona er nú bara minn stíll, má vera; ég nam, á grunni Grundtvigs gamla, frá barnsaldri og fram til unglingsára; hefir því móðtað tungutak mitt, frá öndverðu, þótt innan við hálfa öldina sé; að aldri. 

Mér finnst Sigurður Ingi öllu hófstilltari, í sínum meiningum; fremur Pétri.

Hvaða andskotans innibælda reiði er þetta, Pétur minn, sem marka má, af þinni síðu ? Jah... sjaldan verða VG liðar sakaðir um yfirmáta húmor, eða hvað ?

Ég man ekki eftir tillögu, eða sérstakri stefnu Frjálslynda flokksins, varðandi íslenzkan menningararf; Pétur. Pétur ! Reyndu, að horfa á einhverjar bjartar hliðar mannlífsins, vertu ekki svona stuttur í spuna, ágæti drengur.

Með ítrekuðum kveðjum / Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband