4.4.2007 | 22:32
Frekar stopp en afturábak
Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunnar fyrir Stöð 2 vegna kosningasjónvarps stöðvarinnar sýnir að stóriðjustefnan er komin í þrot. Framsóknarflokkurinn býður afhroð þrátt fyrir uppbygginguna í Fjarðabyggð og loforð um álver á Húsavík. Flokkurinn slefar inn einum þingmanni. Þetta þýðir bara eitt. Kjósendur eru að átta sig á afleiðingum þessarar einstrengings stefnu. Hátt vaxtastig sem hefur kostað meðalfjölskylduna í landinu hálfa milljón á ári vegna þenslunnar sem af þessu hlýst.
Framsókn talar um stöðnun ef vinstri flokkarnir komast til valda. Flokkurinn er með auglýsingu á fréttavefjum mbl og visis þar sem varað er við stoppi. Þar segir: Árangur áfram ekkert stopp og svo birtist grænn kall (ekki kona) eins og á umferðarljósi þegar ganga má yfir. Það merkilega við þennan göngukarl Framsóknar er að hann mjakast aftur á bak en ekki áfram. Því segi ég: Frekar stopp en afturábak eins og Framsókn boðar með stóriðjustefnu sinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.