Stórsigur lýðræðisins

Í stórum dráttum var þessi færsla tilbúin áður en niðurstaða var fengin í atkvæðagreiðslunni um stækkun álversins. Atkvæðagreiðslan í Hafnarfirði var stórsigur lýðræðisins. Sú ákvörðun meirihluta samfylkingarinnar í Hafnarfirði að vísa þessu stóra máli til íbúa Hafnarfjarðar var djörf ákvörðun en hefur sýnt sig að þetta var rétt ákvörðun. Metþátttaka bæjarbúa í atkvæðagreiðslunni, 76,6%, sem er talsvert meira en í síðustu bæjarstjórnarkosningum, sýnir að bæjarbúar vilja fá að hafa eitthvað um framtíð síns bæjarfélags að segja.

 

Sigur þeirra sem voru á móti stækkun var tæpur en horfa verður á hann í ljósi þess ójafnræðis sem var í sjálfri kosingabaráttunni. Annarsvegar var fjölþjólegt stórfyrirtæki með fjárhirslur sem minna á peningatank Jóakim aðalandar og hins vegar almannasamtök smáanda  borð við sjálfan Andrés önd. Eða eins og Ómar Ragnarsson sagði; Davíð lagði Golíat.

 Ég horfði á viðtal við félaga Lúðvík Geirsson í kvöld.  Þetta var djörf ákvarðanataka hjá meirihlutanum að láta bæjarbúa um að gera út um þetta stóra skipulagsmál. Hann hefur staðið vel að útfærslunni og á heiður skilið fyrir. Staða hans hefur ekki verið auðveld en ég dáist að því hvernig hann hefur komist frá því. Lýðræðislegur vilji bæjarbúa fékk að ráða um framtíðarskipan skipulagsmála á strandlengjunni suður af Hafnarfirði. Nú getur við farið að horfa til framtíðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður.

Og til hamingju með sigurinn,

en ætli Lúðvík bæjarstjóri sofi vel í nótt hann þarf alla vega að spá í það hvernig hann borgar Alcan lóðina til baka sem hann seldi þeim árið 2003 á 300 hundruð millur. Hún er örugglega meira viði í dag ætli verðið á lóðinni sé ekki í kringum 500 millur í dag.

Verði ykkur að góðu.

kv.

Björn starfsmaður Alcan.

Björn Kristjánsson (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 23:56

2 Smámynd: Karl Ólafsson

Það er svo skrítið samt að þegar stórar ákvarðanir eru teknar af kjörnum fulltrúum er stundum spurt: Af hverju var ekki kosið um þetta stóra mál? Svo þegar við fáum að kjósa um 'stórt' mál, þá segja menn: Hí á Lúðvík! hann þorir ekki að taka ákvörðun.

Lúðvík á heiður skilinn fyrir að þora! Óháð því að hann sé Samfylkingarmaður og óháð því hvaða skoðun hann hefur persónulega á málinu (sem hann gefur ekki upp, enda er hann ekki skyldugur til þess). Þreytandi að horfa alltaf upp á ómálefnalegar upphrópanir sem eingöngu snúast um hvaða stjórnmálaflokk menn styðja. Álversmálið í Hafnarfirði var (og er og verður) þverpólitískt.

Karl Ólafsson, 31.3.2007 kl. 23:56

3 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Ég tel það vera rangt að stjórnmálamaður taki sér slíkt leyfi í fulltrúalýðræði. Að fela sig á bak við íbúalýðræði, og kalla þetta stórsigur. Íbúalýðræði er fín aðferð í svona málum, en fulltrúar Samfylkingarinnar vilja auðvita ekki hafa "ranga skoðun" í þessu máli korter fyrir kosningar. En stjórnmálamenn eru til staðar, til að einmitt hafa skoðanir.. og þá opinberlega. Bæjarstjóri allra já, en á bæjarstjóri allra að vera skoðanalaus? 

 Svo er þetta mjög góður punktur með lóðina... verður spennandi að fylgjast með þeim málum.

Reynir Jóhannesson, 1.4.2007 kl. 02:27

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Til hamingju hafnfirðingar og allir! Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 1.4.2007 kl. 09:11

5 identicon

Góðan og blessaðan daginn og til hamingju! Ég tek ofan fyrir öllu því góða fólki sem knúði fram sigur gegn ofureflinu. 

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 10:05

6 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Mér finnst það óviðeigandi að tala um að Samfylkingin hafi unnið sigur í kosningunum. Það var af illri nauðsyn að hún efndi til þeirra vegna ágreinings í eigin röðum eftir að bærinn, með Lúðvík sem bæjarstjóra, seldi Alcan lóð undir stækkunina! Það er auðvitað sigur íbúanna, kjósenda, að flokkurinn skuli efna kosningaloforð. Samfylkingin fór fram 2002 með látum og boðaði íbúalýðræði. Ekki voru þau loforð efnd fyrr en á næsta kjörtímabili og þá af illri nauðsyn! Miðað við aðdragandann, er þá hægt að tala um  djarfa ákvörðun! Það finnst mér eiginlega ekki, mér finnst sjálfsagt að menn efni loforð sín, það þurfi vart dirfsku til! 

Eftir sitja Hafnfirðingar klofnir í tvær eiginlega nákvæmlega jafnar fylkingar. Mér segir svo hugur að þessi prófraun verði til þess að aldrei verði efnt til svona kosninga aftur! Ég er hlutlaus í málinu - horfi á það úr fjarlægð af heimili mínu í Frakklandi - en svona naum úrslit, alveg sama þótt þau hefðu orðið á hinn veginn, eru eitthvað það versta sem menn gátu hugsað sér. Minni á að Lúðvík bað um afgerandi meirihlutaniðurstaða. Bað eiginlega um burst, en situr uppi með jafntefli!

Ágúst Ásgeirsson, 1.4.2007 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband