Stóra kosningatrompið

Já-fánaborgirnar hafa verið endurreistar í Hafnarfirði. Sennilega hefur „Hagur Hafnarfjarðar“ fengið leyfi til þess hjá bæjaryfirvöldum núna, en um helgina þurftu þeir að fjarlægja fánaborgirnar. Hvernig verður það þegar kosningar nálgast, geta stjórnmálaflokkarnir þá fengið að setja upp slíkar fánaborgir víðsvegar um bæinn? Þá verður ófagurt um að litast í bænum.

 

Nú hefur Alcan spilað út stóra kosningatrompinu sínu. Það kostar ekki milljónir. Það kostar vafalítið milljarða og sýnir að fyrirtækið er tilbúið að kosta öllu til fyrir stækkunina. Það sannfærir mig bara um eitt. Álbræðslan er algjör gullbræðsla fyrir Alcan. Þar spilar stærsta hlutverkið lágt orkuverð og er það staðfesting á því að það erum við landsmenn sem þurfum að borga brúsann með háu orkuverði.

 Vissulega ber að fagna því að raflínurnar verði grafnar í jörðu ef niðurstaða kosninganna næsta laugardag fer á versta veg. Ég trúi því hins vegar að Hafnfirðingar séu það skynsamir að hafna stækkuninni. Það er það mikið í húfi. Stóriðjustefnan er stefna fortíðarinnar. Framundan er vorið enda lóan komin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðar Birnir

Það hlýtur að liggja fyrir ný niðurstaða frá Gallup?  Korter í kosningar og línurnar í jörð!

Heiðar Birnir, 27.3.2007 kl. 20:24

2 identicon

Áliðnaðurinn er að flytjast frá Evrópu vegna verðhækkana á raforku. Stækkun í Straumsvík er sennilega síðasta tækifæri Alcans til þess að komast í ódýra vatnsorku á evrópska efnahagssvæðinu.

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 22:57

3 Smámynd: Árelíus Örn Þórðarson

Ja, Sigurður minn.

Ég vona bara að við Hafnfirðingar verðum  áfram vinir eins og alltaf hvernig sem þessi kosningabarátta fer.

Árelíus Örn Þórðarson, 28.3.2007 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband