Þjóðin hlúi að Alcan

Það var ekki laust við að Rannveig Rist hafi ætlað sér að endurbæta hinn nýja þjóðsöng Spaugstofunnar þegar hún sagði í Kastljósinu áðan að Hafnfirðingar ættu að hlú að álbræðslunni í Straumsvík og því kjósa með stækkun. Tilbiðjið Alcan og deyið.

Hingað til hefur þjóðin verið hvött til að hlú að náttúru landsins en aldrei áður álbræðslum. Þetta er svo sem eftir öðru í málflutningi Alcan þar sem sannleikanum er ítrekað snúið á haus. Nú hefur komið fram að haldið er að Hafnfirðingum tölvugerðu myndskeiði af stækkuðu álveri án strompanna og viðurkenndi Rannveig það, enda ekki ætlunin að sýna öll smáatriðin. Risastromparnir sem skaga upp í himininn eru smáatriði.

Loftmengunin er aukaatriði segir Alcan og vísar til ársmeðaltals sem gefur villandi mynd. Mengunin gæti verið hættuleg þeim sem stingur hausnum ofan í strompana, segir Rannveig. En hvaða strompa? Það er jú búið að fjarlægja þá enda snýst málið í dag um sjónmengun.

Nú hefur komið í ljós að það er Alcan sem er að láta Gallup gera könnunina sem ég sagði frá í gær. Efast um að almenningur fái að sjá niðurstöðuna úr henni. Þetta er bara enn eitt vopnið í vopnabúri fjölþjóðafyrirtækisins í baráttunni gegn lýðræðislegri niðurstöðu úr íbúakosningunni nk. laugardag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Annað sem ég hjó eftir í Kastljósinu að skv. Rannveigu þá er núv. álver Alcan "lítið og krúttlegt" !! 

Magnús Andrésson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 22:33

2 identicon

Stjórnendur Alcan á Íslandi eru í meira lagi falskir og óheiðarlegir sýnist mér og líklega hefur hvergi verið eins áberandi óheiðarleiki í uppsögnum og þar á undanförnum árum. Mér skilst að slæmur mórall ríki þar meðal starfsmanna.

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 09:02

3 Smámynd: halkatla

Þessi ristartuðra er klikkuð! sorrí orðbragðið ég er bara MJÖG hneyksluð

maður segir ekki undir nokkrum kringumstæðum "hlúið að álverum" punktur. 

halkatla, 27.3.2007 kl. 10:52

4 Smámynd: halkatla

eða jú, ef maður er að endurtaka það, maður má ekki meina það

halkatla, 27.3.2007 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband