25.3.2007 | 21:37
Gallup með skoðanakönnun um stækkunina í Hafnarfirði
Capacent Gallup hefur í dag verið að hringja í Hafnfirðinga til að kynna sér afstöðu þeirra til stækkunarinnar á álverinu í Straumsvík. Spurt er um afstöðu Hafnfirðinga til loftmengunar og sjónmengunar, einnig hvort tekjuauki Hafnarfjarðarbæjar hafi áhrif á afstöðu til stækkunarinnar. Aðal spurningin var hins vegar hvort viðkomandi ætli að taka þátt í kosningunni og hvort viðkomandi kjósi með stækkun eða gegn henni. Verður forvitnilegt að sjá niðurstöðuna þegar hún birtist. Forvitnilegri verður þó niðurstaðan 31. mars þegar Hafnfirðingar hafna stækkuninni vonandi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.