Gallup með skoðanakönnun um stækkunina í Hafnarfirði

Capacent Gallup hefur í dag verið að hringja í Hafnfirðinga til að kynna sér afstöðu þeirra til stækkunarinnar á álverinu í Straumsvík. Spurt er um afstöðu Hafnfirðinga til loftmengunar og sjónmengunar, einnig hvort tekjuauki Hafnarfjarðarbæjar hafi áhrif á afstöðu til stækkunarinnar. Aðal spurningin var hins vegar hvort viðkomandi ætli að taka þátt í kosningunni og hvort viðkomandi kjósi með stækkun eða gegn henni. Verður forvitnilegt að sjá niðurstöðuna þegar hún birtist. Forvitnilegri verður þó niðurstaðan 31. mars þegar Hafnfirðingar hafna stækkuninni vonandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband