24.3.2007 | 17:03
Fánaborgir fjarlægðar
Í morgun voru fánaborgir frá Alcan um allan Hafnarfjörð. Á fánunum stóð stórt JÁ 31. mars. Upp úr hádegi höfðu fánarnir allir verið fjarlægðir. Grunar mig að Alcan hafi ekki verið með leyfi til að setja þessar fánaborgir upp á almannafæri og því orðið að fjarlægja þær.
Þetta er eftir öðru hjá þeim í kosningabaráttunni. Ekkert er til sparað og öll brögð leyfileg, villandi upplýsingar settar fram og persónunjósnir stundaðar.
Athugasemdir
Sæll, Sigurður fánaborgir þessar voru frá Hag Hafnarfjarðar ekki frá Alcan eihver misskilningur hjá þér, mér skilst að Sólarmenn hafi kvartað yfir þessu en fánaborgir Sólarmann fá að standa, stundum er lýðræði skrumskælt. Fánaborgir hjá verslunum olíusölustöðum og fyrirtækjum fá að standa, er ekki eitthvað er að hefurðu hugleitt það?
Með vinsemd og kveðju Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 24.3.2007 kl. 17:14
Blessaður Sigurjón!
Eitt er að flagga á sinni einkalóð eins og félagi Magnús Ólafsson gerir þegar Liverpool leikur. Verslanir hafa fánana á sínum eigin lóðum. Sama gerir Sól Í Straumi sem flaggar við kosningamiðstöð sína. Að setja upp fánaborgir á fjölförnum gatnamótum er hins vegar önnur Ella og þarf leyfi til frá bæjaryfirvöldum. Hver er annars munurinn á Hagur Hafnarfjarðar og Alcan og hver borgar brúsann?
Sigurður Á. Friðþjófsson, 24.3.2007 kl. 17:33
Sæll. Bara kvitta fyrir lesninguna! b.kv.
Sveinn Hjörtur , 25.3.2007 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.