Guðmundur Jaki, Kristur og Marx

Nú vilja Samfylkingarmenn í Breiðholti láta reisa styttu af Guðmundi Jaka í Breiðholtinu. Er ekki nóg að það sé ein stytta af Jakanum í bænum og það á besta stað, í sjálfri Hallgrímskirkju. Þar trónir verkalýðsleiðtoginn sem sjálfur Kristur, en Guðmundur J. mun hafa staðið fyrir þegar Einar Jónsson gerði styttuna. Kannski þeir Breiðhyltingar vilji að nú verði hann í hlutverki Marx, eins og Egill Helgason leggur til á síðu sinni.Ég man ekki betur en að R-listinn hefði lagst gegn því að stytta yrði gerð af Tómasi Guðmundssyni vegna þess að nóg væri komið af styttum af körlum, nú væri röðin komin að konum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Nei...suss og svei. Ég vil endilega sjá Jakann í hverfið mitt! Kannski er Jakinn sá eini sem gat sagt að hann hafi verið "kristur?"

Sveinn Hjörtur , 21.3.2007 kl. 21:47

2 Smámynd: Sveinn Hjörtur

....ertu búinn að fá símtal fá Alcan? Hvernig lýst þér á þetta herbragð þeirra?

Sveinn Hjörtur , 21.3.2007 kl. 21:48

3 Smámynd: Sigurður Á. Friðþjófsson

Heill Sveinn Hjörtur!
Ég býst nú ekki við því að Alcan hafi samband við mig eftir skrif mín að undanförnu.
Varðandi það sem þú kallar herbragð þeirra þá finnst mér mjög óeðlilegt að fjölþjóðlegt risafyrirtæki sé að blanda sér í lýðræðislega kosningu í örsamfélagi eins og Hafnarfjarðarbær er. Það að safna upplýsingum um afstöðu einstaklinga í bænum í miðlægan gagnagrunn eins og verið er að gera tel ég persónunjósnir á háu stigi og því klárt brot á vernd einstaklingsins. Þótt Alcan haldi því fram að stjórnmálaflokkarnir geri þetta í þing-  og sveitarstjórnarkosningum þá er það einfaldlega ekki rétt. Flokkarnir hafa sínar flokksskrár til að hringja eftir eins og þú þekkir mætavel en setur ekki flokksbræður og -systur í að safna upplýsingum um afstöðu fólks.

Sigurður Á. Friðþjófsson, 21.3.2007 kl. 23:29

4 Smámynd: Pétur Tyrfingsson

Ekki missa ykkur í vitleysu.

Siggi, - Einar Jónsson notaði bara hendurnar á Jakanum sem fyrirmynd. Þetta áttu að vita.

En svona í góðu, bregiðið ykkiur á bloggið mitt þar sem ég er með aðrar tillögur í málinu.

Pétur Tyrfingsson, 22.3.2007 kl. 01:59

5 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Já Guðmundur var maður mikill og góður vinur fjölskyldu minnar. Fannst hann alltaf fyndinn fír og fór oft í heimsókn til kallsins. 

Fréttamaður Stöðvar 2 gerði sömu mistök og þú og sagði að öll styttan í Hallgrímskyrkju væri af honum. Það vita allir að það eru bara hendurnar sem voru notaðar. Meir að segja held ég að upprunalegu hendurnar séu ekki lengu á styttunnu þar sem einhver vitleysingur braut þær fyrir einhverjum árum minnir mig. 

Ómar Örn Hauksson, 22.3.2007 kl. 12:14

6 Smámynd: Sigurður Á. Friðþjófsson

Blessaðir félagar Pétur og Ómar!
Biðst forláts á þessum mistökum mínum en lífssaga verkamannsins er jú skráð í hendur hans.

Sigurður Á. Friðþjófsson, 22.3.2007 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband