20.3.2007 | 20:20
Er meirihlutinn í Hafnarfirði að kasta grímunni?
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar stendur fyrir þremur fundum nú á lokasprettinum fyrir atkvæðagreiðsluna um stækkun álversins. Afar athyglisvert er að skoða uppsetningu fundanna, en fyrsti fundurinn er í kvöld og fjallar um umhverfi og mengun. Næsti fundur er annað kvöld og fjallar um skipulag og framtíð byggðar. Lokafundurinn er svo á fimmtudagskvöldið og fjallar um efnahag og samfélag. Á heimasíðu Hafnarfjarðar er hægt að sjá hverjir eru framsögumenn á fundunum. Þar kemur fram að Pétur Óskarsson fulltrúi Sólar í Straumi er meðal framsögumanna á öðrum fundinum. Enginn annar fulltrúi Sólar í Straumi kemur fram á fundunum. Ingi B. Rútsson formaður Hags Hafnarfjarðar er hins vegar með framsögu á öllum fundunum og fulltrúar Alcan eru á tveimur fundum. Er nema vona að trúr og dyggur Samfylkingarmaður eins og ég sem hef varið það að meirihlutinn sitji hjá í skoðanaskiptum um stækkunina þar sem málinu hafi verið vísað til bæjarbúa sé hugsi.
Fundirnir eru sem hér segir:
20. mars, umhverfi og mengun.
Hafnarborg kl. 20.00
Trausti Baldursson, formaður starfshóps skipulags- og byggingarráðs
Dr. Sveinn Agnarsson, hagfræðingur á Hagfræðistofnun Háskóla Íslands
Stefán Einarsson, Umhverfisstofnun
Ingi B. Rútsson, formaður Hags Hafnarfjarðar
Stefán Georgsson, verkfræðingur
Guðrún Þóra Magnúsdóttir, leiðtogi umhverfismála hjá Alcan
Fundarstjóri: Hólmar Svansson,Capacent
21. mars, skipulag og framtíð byggðar
Bæjarbíó kl. 20.00
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar
Dr. Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðarbæjar
Pétur Óskarsson, formaður Sólar í Straumi
Ingi B. Rútsson, formaður Hags Hafnarfjarðar
Elías Georgsson, verkfræðingur
Gunnar Guðlaugsson, framkvæmdastjóri hjá Alcan
Fundarstjóri: Fjóla María Ágústsdóttir, Capacent
22. mars, efnahagur og samfélag.
Bæjarbíó kl. 20.00
Dr. Gunnar Ólafur Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands
Sveinn Bragason, fjármálastjóri Hafnarfjarðarbæjar
Ingi B. Rútsson, formaður Hags Hafnarfjarðar
Sigurður Pétur Sigmundsson, hagfræðingur
Dr. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Kristín Pétursdóttir, viðskiptafræðingur
Fundarstjóri: Hólmar Svansson, Capacent
Athugasemdir
Það er náttúrulega alltaf hægt að kjósa annan flokk. Get gefið góðar leiðbeiningar þar um.
Steingrímur Ólafsson, 20.3.2007 kl. 20:32
Sjáum hvað Ómar hefur fram að færa
Sigurður Á. Friðþjófsson, 20.3.2007 kl. 20:58
Gangi ykkur (okkur öllum) vel í baráttunni og ég vona að mig misminni ekki að Lúðvík sé góður gæi, en ég skil alveg að þú sért hugsi, þetta verður erfið barátta. Svo er alltaf pláss fyrir gott fólk í VG.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.3.2007 kl. 21:50
Lúlli er vinur minn!
Í erfiðri aðstöðu. Veit að hann stenst prófið. Hef verið að fyljast með fyrsta fundinum á síðu Hafnarfjarðar og líflegar umræður í gangi. Einn frummæledna Stefán Georgsson verkfræðingur mjög gagnrýninn á stækkunina. Þið megið öll bjóða mig velkominn til vinstrigrænna en við sjáum til hvernig þetta fer hér í Hafnarfirði.
Sigurður Á. Friðþjófsson, 20.3.2007 kl. 22:04
Gaman að þú skulir nefna Stebba bróðurson min sérstaklega, ég er stolt af frænda! Og ég treysti þér alveg til að finna þér farveg, bara gaman að fá fleira gott fólk í VG.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.3.2007 kl. 23:21
Er það ekki málið að Samfylkingin hefur verið klofin í málinu? Lúðvík held ég sé fylgjandi stækkun, enda er hún forsenda áframhaldandi blómlegrar byggðar í Hafnarfirði. Og hann var búinn að veita lóð undir stækkunina. Vandi hans er hins vegar sá að forystusveit Samfylkingarinnar hefur um nokkur misseri verið klofin í málinu og því er farin þessi undarlega leið sem nær senn hámarki með íbúakosningu. Það er kjarni málsins, klofningur í Samfylkingunni veldur því að farið er í þessa kosningu. Hún boðaði íbúalýðræði en efndi það ekki. Hér er ekki um efndir þeirra loforða að ræða, heldur leið út úr innanflokksvanda, sem þó sér ekki fyrir endann á. Það eru farnar að renna á þig grímur Sigurður! Er ekki Samfylkingin með tvær slíkar fyrir andlitinu í þessu álversmálinu?
Verst að geta ekki kosið þar sem ég er fluttur úr þessum ágæta bæ til Frakklands.
Ágúst Ásgeirsson, 22.3.2007 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.