15 þúsund í stað 250 þúsund

Alcan auglýsir grimmt þessa dagana. Heilsíður í öllum blöðum þar sem fullyrt er að stækkun þýði 250 þúsund króna viðbótartekjur á ári fyrir hverja fjögurra manna fjölskyldu í Hafnarfirði. Í skýrslu Hagfræðistofnunar fyrir Hafnarfjarðarbæ kemur hins vegar í ljós að bæjarsjóður mun fá um 15.000 krónur á hverja fjölskyldu í bænum á ári. Og þá er ekki tekið tillit til mengunar álversins. Sjá fróðlega grein eftir Pétur Óskarsson, talsmann Sólar í Straumi.

Rangfærslur Alcan sýna að fyrirtækið svífst einskis til að ná fram stækkuninni. Enda mikið í húfi fyrir fyrirtækið. Hagnaður bæjarins á næstu 50 árum verður ámóta mikill og árlegur hagnaður Alcan af núverandi álveri, eða um 4 milljarðar. Hagnaður Alcan af stækkuðu álveri yrði hins vegar um 500 milljarðar á þessum 15 árum. Það er því mikið í húfi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Þjóðnýtum álverin! Þá er ekki hætta á að fá Pinto inná Gafl! Slæmt hefur Alcan verið. Má þar benda á sífellda árekstra og brottrekstra. 

Auðun Gíslason, 20.3.2007 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband