19.3.2007 | 19:29
Burt af lista hinna staðföstu ríkja
Í dag eru liðin fjögur ár síðan Íslenska þjóðin gerðist í fyrsta skipti aðili að stríðsrekstri gegn annarri þjóð og það án þess að hún væri spurð að því. Tveir einstaklingar tóku þessa ákvörðun upp á sitt einsdæmi, Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson þáverandi utanríkisráðherra. Í skoðanakönnunum kom fram að yfir 80% landsmanna voru andvígir þessum gjörningi enda leiddi stríðið við Írak og eftirleikur þess hræðilegar hörmungar yfir íbúa landsins.
Margar þjóðir sem á sínum tíma settu sig á lista hinna staðföstu hafa dregið þann stuðning til baka og beðist afsökunar opinberlega. En ekki íslenska ríkisstjórnin sem þó hefur ítrekað verið krafin um að gera það.
Þátttaka okkar í Írakstríðinu verður meðal þess sem kosningarnar í maí munu snúast um. Þá gefst landsmönnum tækifæri til að sýna hug sinn í verki. Fyrsta verk þeirrar ríkisstjórnar sem tekur við af núverandi ráðamönnum á að vera að taka okkur burt af þessum óþverralista svo við getum horft aftur framan í umheiminn.
Athugasemdir
Það eru líka 70% landsmanna á móti kvótakerfinu. EN?
Árelíus Örn Þórðarson, 20.3.2007 kl. 03:23
þetta er minnisvarði Davíðs Oddsonar og hans kumpána. Þau munu vonandi hrekjast burt og aldrei sjást framar.
halkatla, 20.3.2007 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.