Álbræðsluöfugmæli

Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Rósu Guðbjartsdóttur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði að söfnun Alcan á persónuupplýsingum um íbúa Hafnarfjarðar „...sé svona heldur sakleysislegt. Þetta virðist vera fyrirtæki sem þarf að hella sér út í kosningabaráttu til að berjast fyrir sinni framtíð.“

 

Þá vitum við það. Alcan sakleysið uppmálað í kosningabaráttu sinni. Hún líkir þessu við kosningakerfi stjórnmálaflokkanna og finnst ekkert athugavert við það. Mér finnst ansi margt að því að risafyrirtæki á borð við Alcan sé að blanda sér í lýðræðislega kosningu um framtíðarþróun Hafnarfjarðar. Í kosningu um það hvort í framtíðinni verði stærsta álbræðsla Evrópu stödd í miðju bæjarfélaginu því ljóst er að framtíðarbyggð bæjarins mun vera meðfram ströndinni fyrir sunnan Straum. Þá hef ég á tilfinningunni að upplýsingasöfnun Alcan sé á dálítið öðru plani en flokksskrár stjórnmálaflokkanna.

 

Í hádegisfréttum í dag blandaði Helgi Magnússon formaður Samtaka iðnaðarins sér í kosningabaráttuna fyrir Alcan. Í ræðu sinni á iðnþingi varaði hann við því að fyrirtæki á borð við Alcan yrðu kosin burt. Atkvæðagreiðslan snýst sem sagt ekki lengur um stækkun álbræðslunnar heldur um að kjósa fyrirtækið burt. Sami útúrsnúningurinn hefur verið hjá öðrum stuðningsmönnum stækkunar. Það er ekki lengur talað um stækkun heldur hvort álverið fari. Helgi bætir um betur og segir að ef Hafnfirðingar kjósa álverið burt (hafna stækkuninni) gæti komið holskefla af kosningum um framtíð annarra fyrirtækja eins og „fiskiðjur, síldarverksmiðjur og  fyrirtæki í grófum iðnaði.“

 Hann sá síðan ástæðu til að skammast út í Hafnfirðinga fyrir að hafa byggt svo nálægt álbræðslunni. Þeir hefðu átt að beina byggðinni annað. Það er sama ábendingin og Roth forveri Rannveigar Rist og Finnur Ingólfsson fyrrum iðnaðarráðherra komu með á sínum tíma. Hvers vegna? Liggur það ekki í augum úti. Stækkunin hefur aukna mengun í för með sér fyrir íbúana á Völlunum. Málið er bara það að vænlegt byggingarland fyrir Hafnarfjörð er eins og fyrr sagði í hrauninu fyrir sunnan Holt. Í norður er fullbyggt og ekki er vænlegt að teygja byggðina mikið meira í áttina að Kaldárseli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ibba Sig.

Ég sá ekki betur en að í blaðinu sem þú ræðir hér í fyrri færslu sé því haldið blákalt fram að framtíðarbyggingarlandið liggi í átt að kaldársselli en ekki með ströndinni. Skil ekki hvar Alcan fékk þær upplýsingar að Hafnfirðingar, einir Íslendinga vildu ekki byggja bæinn sinn við sjóinn?

Ibba Sig., 17.3.2007 kl. 16:55

2 identicon

Hundasúrubrandarar sjálfstæðismanna munu áreiðanlega tryggja Alcan fyrir mannlegri skynsemi. Og svo auðvitað hinar hugþekku hótanir um lokun ef stækkun yrði hafnað. Hvað stjórnar eiginlega þessu blinda hatri frjálshyggjunnar til alls sem lífsanda dregur?

Árni Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 21:31

3 identicon

Sæll, Sigurður !

Verð, að byrja á; að hrósa þér fyrir þanþolið, í þessum helvítis bardaga.

Góðar ábendingar, þeirra Ibbu Sig. og Árna Gunnarssonar. Hin ágæta kona, Rósa Guðbjartsdóttir virðist ekki horfa, svo mjög, til langtímahagsmuna bæjarbúa, eða þá landsmanna yfirleitt.

Veit, að þú munir standa vaktina, unz yfir lýkur; Sigurður. Sem betur fer, stendur þú ekki einn, í orrahríð þessarri.

Með beztu kveðjum, og ítrekuðum  / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband