Hundslappadrífa Framsóknar

Upphlaup Framsóknarflokksins vegna auðlindafrumvarpsins, sem fyrst virtist vera orrahríð að samstarfsflokknum í ríkisstjórn, reyndist í raun hundslappadrífa. Hríðin gufaði upp áður en hún náði jarðsambandi, rétt eins og ofankoman úti núna. Auðlindafrumvarpinu var vísað til framtíðarinnar og Framsókn kennir stjórnarandstöðunni um. Hún hafi hótað málþófi.

Staðreyndin var einfaldlega sú að frumvarpið var hvorki fugl né fiskur og snilldarútspil hjá Geir H. Haarde því hann var allan tímann fullviss um að það gæti enginn skilið það sama skilningi og Jón Sigurðsson, sem lagði sinn þjóðræna skilning í málið. Nú stendur Framsókn með enn eina niðurlæginguna frá samstarfsflokknum. Útspilið sem átti að sýna sjálfstæði Framsóknar sýndi í raun að flokkurinn er og hefur verið taglhnýtingur Sjálfstæðisflokksins og miðað við yfirlýsingar að undanförnu vonast hann til að geta verið það áfram eftir kosningarnar í vor. Allt útlit er hins vegar fyrir að þá lendi flokkurinn í stórhríð sem geri þær vonir að engu.


mbl.is Umfjöllun um stjórnarskrárfrumvarp hætt í bili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú segir að frumvarpið hafi kvorki verið fugl né fiskur, en það er nú einmitt það sem Framsóknarflokkurinn er í dag, kvorki fugl né fiskur, bara steinrunnin geldingsflokkur.

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband