Kamelljónið hristir sig

Enn á ný rætist hið fornkveðana að að korteri fyrir kosningar birtist kammelljónið í nýjum búningi og hristir sig framan í alþjóð. Framsókn í nýjum galla. 12 mánaða fæðingarolof. Burt með stimpilgjöld og verðtryggingu. Samstöðu um þjóðlendur. Vaskur á lyf lækki í 7 prósent. Kynbundnum launamun verði eytt. Og svo framvegis.

  

Þetta eru baráttumál flokksins sem hefur setið við kjötkatlana undanfarinn áratug eða svo. Nú allt í einu á að fara fram með þessi málefni sem ef hugurinn stæði til hefði verið hægt að hrinda í framkvæmd fyrir löngu síðan.

  

Kannski var það samstarfsaðilinn í ríkisstjórn sem stóð í veginum. Spyr sá sem ekki veit. Sá hinn sami og fékk Fransóknarflokkinn til að skrifa upp  á stuðninginn við innrás Bandaríkjamanna í Írak. Sá hinn sami og lét knébeygði Framsókn í afstöðunni til hlutafjárvæðingar Ríkisútvarpsins.

En nú ríkja felulitirnir. Kamelljónið er mætt til leiks með fjármagn þeirra sem færðar hafa verið eignir þjóðarinnar á silfurfati.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband