Hafnfirðingar eru ekki til sölu

Dofri Hermannson spyr á bloggsíðu sinni hvað Hafnfirðingar kosti. Mer líkar ekki spurningin. Hafnfirðingar eru ekki til sölu, ekki í mínum huga að minnsta kosti. Ég treysti íbúum Hafnarfjarðar til að taka afstöðu um stækkun álversins burtséð frá gullasnanum sem Alcan reynir að koma yfir bæjarmúrana.

  

Ég gerði að umtalsefni í gær flugumenn Alcans og fékk talsverð viðbrögð á þá færslu. Var jafnvel haft í hótunum við mig og því haldið fram að þar sem ég er starfsmaður verkalýðshreyfingarinnar megi ég ekki hafa skoðun á stækkuninni, að minnsta kosti ekki koma henni á framfæri. Af því tilefni vil ég segja eftirfarandi. Allt það sem birtist á þessari síðu er á mína ábyrgð en ekki míns atvinnurekanda. Sem starfsmaður BSRB gæti ég hlutleysis varðandi stóriðjuna enda hefur BSRB ekki tekið afstöðu í þeim málum. Innan bandalagsins eru einstaklingar með og á móti stækkun álversins. Þar eru líka einstaklingar úr öllum stjórnmálaflokkum. Það meinar mér ekki sem einstaklingi að hafa mínar eigin skoðanir og tala fyrir þeim vilji ég svo en það geri ég utan vinnutímans og í nafni sjálfs míns.

 

En ég fékk einnig jákvæð viðbrögð á færsluna. Þessi kom frá Árna Matthíassyni:

 „Mér finnst nú umtalsverður munur á því þegar maður talar vegna sannfæringar sinnar annars vegar, eins og Jón Baldvin, eða vegna þess að hann fær borgað fyrir að tala máli stórfyrirtækis, eins og Tryggvi Skjaldarson. Nú var ég ekki á fundinum og spyr því: Endaði hann mál sitt á: Þessi skoðun var í boði Alcan?

Hvaða munur er á því þegar Tryggvi Skjaldarson talar eða þegar Hrannar Pétursson talar? Enginn. Báðir eru þeir upplýsingafulltrúar Alcan, annar opinber og hinn hálfopinber. Hefði mönnum þótt það trúverðugt ef Hrannar Pétursson hefði tekið til máls á fundinum? Ónei.

 Ég skora á Alcan að birta lista yfir flugumenn sína svo maður viti á hvaða fylgjendur stækkunar er hægt að hlusta og hverjir eru bara málpípur.“

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Gunnarsson

Það er vart annað hægt en að álíta sem svo sé litið á efni þessara færslna og aths. fylgjandi þeim, að það sé skoðun höfunda að þeir sem eru jákvæðir gagnvart stækkun séu eitthvað ómerkilegri en þeir sem eru andvígir stækkun. Þetta er orðið dáldið svipað þeim málflutning og þegar því var haldið blákalt fram að þeir sem voru andvígir fjölmiðlafrumvarpinu hans Davíðs jafn arfavitlaust og það nú var, væru málpípur á launum hjá Baugi. Umræðan fer of oft í "on" eða "off"stöðu eins og oft er sagt. Það blasir við að framtíð álversins í Straumsvík gæti verið vafasöm eftir að núverandi raforkusamningur rennur út árið 2014, þessvegna er kannski ekkert einkennilegt að menn sem eru á besta aldri óttist um atvinnuöryggi sitt. Það er ekkert ljótt. 

Við öll að það verður virkjað á Íslandi þó svo álver verði ekki reist. Virkjanir í neðanverðri Þjórsá eru og verða þar mjög ofarlega á blaði. Þar má td. benda á rammaáætlun. Einnig má minna á hvernig umræðan var fyrir nokkrum, já bara nokkrum árum (1990 - 1996) þá var þess krafist að stjórnvöld nýttu nánast hvaða leið sem í boði var til þess að fjölga störfum á Íslandi. Hvernig verður umræðan eftir 2 - 3 ár ef fall efnahagslífsins verður jafn bratt og spáð er?

Eigum við ekki bara að lofa mönnum að setja fram skoðanir sínar með eða á móti án þess að vera væna þá um að eitthvað óeðlilegt sé í pokahorni þeirra. 

Vitanlega má deila um hvort sú leið sem farin var var sú heppilegasta   

Guðmundur Gunnarsson, 24.2.2007 kl. 12:19

2 identicon

Sæll vertu Sigurður.

Ekki kemur það mér á óvart að Dofri Hermannsson haldi að Hafnfirðingar séu til sölu.

 Hann virðist æði oft vera þeirra skoðunnar að þeir sem ekki fallast á skoðanir hans í atvinnumálum, stóriðjumálum og umhverfismálum séu falir fyrir peninga. 

Af þessu tilefni er gott að minnast þess að sagt hefur verið oft áður "margur heldur mig sig".

Þetta segi ég um fyrrum leikarann Dofra og núverandi framkvæmdastjóra þingflokks Samfylkingarinnar að gefnu tilefni, með tilvísun í eftirfarandi ummæli Dofra á bloggsíðu sinni til mín að kvöldi 9. febrúar sl.

Þegar ég dirfðist að andmæla skoðunum hans um stækkun Alcan og setti fram mín rök og minn rökstuðning, sem mér finnst alveg eiga rétt á sér, ekki síður en rök "andstækkunarsinna", þá voru hin "málefnalegu" ummæli Dofra í síðasta gagnsvari hans m.a. eftirfarandi:

1: "Ekki veit ég hvort ástæðuna fyrir æsingnum í þér er að finna í því að nú er áliðið á föstudagskvöldi en mér þykir þú fara með himinskautum félagi sæll."

Finnst ykkur ekki ofangreint svar Dofra vera málefnalegar röksemdir framkvæmdastjóra þingflokks Samfylkingarinnar, eða hitt þó heldur? Og hverju haldið þið að hann sé á "málefnalegan" hátt að ýja að? 

Og með eftirfarandi gerði hann gjörsamlega í buxurnar þegar hann undir lok andsvars síns sagði:

"Hafnfirðingar munu eiga um þetta síðasta orðið núna í lok mars. Mér finnst trúlegt að þeir hafni stækkun. Sérstaklega unga fólkið sem að mínu mati eiga ríkari rétt til að ákveða þetta en þeir sem að öllum líkindum verða komnir annað árið 2050."

Nú er það rétt að ég er 61 árs gamall og verð væntanlega kominn undir græna torfu árið 2050. En nú er árið 2007 svo segja má að með meðaltals lífslíkum muni það sama gilda fyrir flesta ca. 40 - 45 ára og eldri. Sem sagt guðinn Dofri, framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, telur okkur Hafnfirðinga sem eru svona ca. 45 ára og eldri ekki eiga sambærilegan rétt og yngra fólkið til að kjósa í kosningunum um stækkun álversins.

Skyldi allur þingflokkur Samfylkingarinnar líka vera á þessari skoðun? Skyldu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, 45 ára og eldri, þar með taldir Lúðvík, Gunnar og aðrir líka vera þessarar skoðunar?

Það er ekki vænlegt til vinsælda fyrir Samfylkinguna eða aðra stjórnmálaflokka að hafa sem framkvæmdastjóra þingflokks síns, mann sem sýnir 45 ára kjósendum og eldri þann yfirgengilega hroka sem framangreind ummæli Dofra bera með sér. 

Kveðja.

Guðm. R. Ingvason

Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 18:10

3 identicon

mér finnst þú tala mjög niðrandi til okkar starfsmanna alcan, við erum engir FLUGUMENN alcan, erum bara ánægðir með okkar vinnustað, góð laun og nokkuð gott starfsöryggi, svo við megum alveg vera jákvæðir um stækkun alcan, svo fleiri hafnfirðingar geti átt fjárhagslega nokkuð gott líf, þurfum ekki að vera hræddir um okkar vinnu eins og marel starfsmenn á ísafirði sem missa sína afkomu sem er ykkar draumafyrirtæki eins og dögg fyrir sólu

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 22:11

4 Smámynd: Haukur Kristinsson

en þú ert málpípa vinstri grænna, svo er eitthvað að marka þig? ert í vinnu hjá ögmundi hjá BSRB svo lítið er að marka þig

Haukur Kristinsson, 24.2.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband