Baráttuaðferðir stóriðjunnar

Þröstur Sverrisson félagi í Sól í Straumi sendi mér slóð á ræðu Jóns Baldvins Hannibalssonar sem hann flutti á fundi andstæðinga stækkunar álversins í Straumsvík innan Samfylkingarinnar í Bæjarbíói á miðvikudag. Ræðan er á heimasíðu Sólar í Straumsvík.

  

Einn af þeim sem tók til máls á fundinum í Bæjarbíói í fyrradag var Kópavogsbúinn Tryggvi Skjaldarson starfsmaður álversins í Straumsvík. Hann flutti mál sitt vel og skilmerkilega. Hann var á því að það væri glapræði að styðja ekki stækkun álversins í Straumsvík. Meginrökin í hans málflutningi voru auknar tekjur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar auk þess sem hann ræddi um framtíð starfsfólks álversins af þekkingu á viðfangsefninu.

  

Í gær las ég svo í Fréttablaðinu að Tryggvi væri meðlimur í kosningateymi Alcan sem starfar á sérstökum launum frá fyrirtækinu við að fá fólk til að greiða atkvæði með stækkuninni. „Þetta er kosningaslagur og við ætlum að taka hann,“ sagði Tryggvi í viðtali við Fréttablaðið.

  

Í fréttinni kom fram að fyrrverandi starfsmanni álversins, sem kominn er á eftirlaun, hafi verið boðin vinna við að hvetja Hafnfirðinga til að greiða atkvæði með stækkun álversins. Hann neitaði góðu boði þar sem hann var á móti stækkun.

  

Þá staðfesti Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Alcan að fyrirtækið hvetji starfsmenn sína til að fá Hafnfirðinga til að greiða atkvæði með stækkuninni og að stofnað hafi verið kosningateymi skipað starfsmönnum Alcan sem miðli upplýsingum um stækkunina. Hann líkir síðan aðferð fyrirtækisins við kosningabaráttu stjórnmálaflokka og sér ekkert óeðlilegt við það.

  

Hvernig ætli þeim starfsmönnum fyrirtækisins sem t.d. af umhverfissjónarmiðum eru andvígir stækkun vegni hjá fyrirtækinu þessa daga?

  

Er á einhvern hátt eðlilegt að erlent stórfyrirtæki blandi sér í pólitíska baráttu um framtíðarstefnu Íslands í stórvirkjana og stóriðjumálum á þennan hátt? Nei segi ég. Jafnvel þó að um hagsmuni fyrirtækisins sé að ræða. Það hefur ítrekað verið bent á þann áróðurslega ójöfnuð sem ríkir milli þeirra sem eru andvígir stækkun álversins og peningamaskínu Alcan. Þeir víla ekki fyrir sér að greiða mönnum laun fyrir undirróðursstarfsemi. Og þeir réttlæta vinnubrögðin með því að bera sig saman við baráttu stjórnmálaflokka. Eitthvað eru lýðræðisleg vinnubrögð komin á skjön hér.

Eftir að hafa kynnt mér álit manna innan bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sem ekki hafa gefið upp afstöðu sína til stækkunarinnar er niðurstaðan sú að ef kosið yrði í dag yrði stækkuninni hafnað. Alcan er meðvitað um þetta og nú á lokasprettinum verður sennilega engu til sparað. Það gæti þó unnið gegn þeim að íbúar Hafnarfjarðar eru farnir að fá óbragð í munninn af vinnubrögðum fyrirtækisins og peningaaustri til að ná fram vilja sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

er líklegt að  skólakrakkarnir her í hafnafirði sæki í vinnu hjá alcan ef þau vilja ekki álverið áfram? og ef þið eruð svona örugg um að álverið verði ekki stækkað í kosningunni því viljið þið  peninga frá fátæku bæjarfélagi í svona örugga kosningu?

haukur (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 03:38

2 identicon

 

Vilja Vinstri Grænir og Sól í Straumi.? 14.9 milljónir frá Hafnfirðingum til að auka gróðurhúsalofttegundir.

Vinstri Grænir og Sól í Straumi vilja að Hafnarfjarðarbær greiði kosnað af áróðurherferð sinni gegn starfsmönnum Alcan.Sjá heima síðu Hafnarfjarðar og Sólar í Straumi.

 Árið 2006 var farþegaflutningur um Keflavíkurflugvöll 2.019,470 fjöldi farþega.  Samkvæmt meðaltali  á CO2 á farþega er meðal losun ca., miða við fluglengd til Ísalands er heildar losun þá 14.1329.000 fjórtan milljónir eitthundrað tuttugu og níuþúsund tonn af CO2  vöruflug losar 60.000 þúsund tonn eða um 360.000 tonn af CO2 sem samsvarar í flugi 14,492.900 fjórtan milljónir fjöðurhundruð níutíu og tvöþúsund og níuhundruð tonn af CO2  innanlandsflug  var með 805.355 farþegar árið 2005 um 300.0000 tonn losun á CO2. Gera má ráð fyrir að flugsamgöngur til og frá og innanlands  2006 og Hnattræn losun  Íslendinga er því um 14.792.900 fjórtán milljónir sjöhundruð nítíu og tvöþúsund og níuhundruð tonn af CO2 sem er á við  9,860.000 tonna framleiðslu af Áli níu millilón tonn áttahundruð og sextíuþúsund tonnum  eða sem samsvarar 55 Álverum eins og Alcan er í dag.

Farartæki og flutningar þar sem Ál Grænim málmurinn  er notað dregur það mikið úr losun á CO2 vegna léttleika mjálmsins, Sjá grein í mbl. Bls 40 11.2.2007

 Að 180 þús tonna Álver eins og Alcan sparar því Hnattræna losun á CO2 um 720 þús tonn, á ári.

Jón Árnason (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 10:06

3 identicon

Sigurður

Ég held að þú ættir að fara varlega í allar yfirlýsingar þínum um svona hitamál. Þú starfar hjá BSRB og ÁTT að gæta hlutleysis í hvívetna. Það eru margir innan BSRB sem styðja stækkun og það eru líka margir innan BSRB sem eru á móti henni.

Páll (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 16:04

4 Smámynd: Sigurður Á. Friðþjófsson

Blessaður Páll!
Allt það sem birtist á þessari síðu er á mína ábyrgð en ekki míns atvinnurekanda. Sem starfsmaður BSRB gæti ég hlutleysis varðandi stóriðjuna enda hefur BSRB ekki tekið afstöðu í þeim málum. Það er rétt hjá þér að innan bandalagsins eru einstaklingar með og á móti stækkun álversins. Þar eru líka einstaklingar úr öllum stjórnmálaflokkum. Það meinar ekki mér sem einstaklingi að hafa mínar eigin skoðanir og tala fyrir þeim vilji ég svo en það geri ég utan vinnutímans.

Sigurður Á. Friðþjófsson, 23.2.2007 kl. 16:37

5 Smámynd: Árni Matthíasson

Mér finnst nú umstalverður munur á því þegar maður talar vegna sannfæringar sinnar annars vegar, eins og Jón Baldvin, eða vegna þess að hann fær borgað fyrir að tala máli stórfyrirtækis, eins og Tryggvi Skjaldarson. Nú var ég ekki á fundinum og spyr því: Endaði hann mál sitt á: Þessi skoðun var í boði Alcan?

Hvaða munur er á því þegar Tryggvi Skjaldarson talar eða þegar Hrannar Pétursson talar? Enginn. Báðir eru þeir upplýsingafulltrúar Alcan, annar opinber og hinn hálfopinber. Hefði mönnum þótt það trúverðugt ef Hrannar Pétursson hefði tekið til máls á fundinum? Ónei.

Ég skora á Alcan að birta lista yfir flugumenn sína svo maðiur viti á hvaða fylgjendur stækkunar er hægt að hlusta og hverjir eru bara málpípur.

Árni Matthíasson , 23.2.2007 kl. 20:19

6 Smámynd: Snorri Hansson

Ég er ekki Hafnfirðingur, ég bara álpaðist inná bloggið þitt. Ég sé að þú ert einn af þessum mönnum sem finnst flottast að níða niður atvinnuvegi landsins.

Ekki beint frumlegur en efnilegur. Já  það er alltof mikið af þessum  atvinnuvegum  og svoleiðis.

Kær hveðja

Snorri Hansson 

Snorri Hansson, 24.2.2007 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband