Gott vín verður bara betra með aldrinum

Ég spurði í gær hvað gamlingjarnir væru eiginlega að vilja upp á dekk. Í gærkvöldi fékk ég svo staðfestingu á því að gott vín verður bara betra með aldrinum. Samfylkingingarfólk í Hafnarfirði andstætt stækkun álversins hafði boðað til fundar í Bæjarbíói.

  

Meðal ræðumanna var Jón Baldvin Hannibalsson sem varð 68 ára þá um daginn. Hann hélt þrusugóða og áhrifamikla ræðu þar sem hann jarðaði stóriðjustefnuna með hagfræðilegum rökum þannig að ekki stóð steinn yfir steini í málflutningi virkjanafíkla.

  

Þeim var vorkunn sem á eftir Jóni töluðu. Fyrst talaði Tryggvi Harðarson og fór eins og köttur í kringum heitan graut hvað varðaði afstöðu til stækkunar en vildi bíða í fimm ár með ákvörðunina til að ríma við stefnu Samfykingarinnar. Þá kom Þórunn Sveinbjarnardóttir sem lagðist eindregið gegn stækkuninni og taldi að úrslit atkvæðagreiðslunnar hefði afgerandi áhrif á framhald stóriðjustefnunnar. Öll lögðu þau áherslu á að ábyrgð Hafnfirðinga væri mikil í þessu máli því úrslit kosninganna vörðuð ekki eingöngu Hafnarfjörð heldur landsmenn alla og komandi kynslóðir.

Á eftir auglýstum ræðumönnum fengu fundarmenn tækifæri til að tjá sig um málið og í lok þeirrar umræðu sté annar öðlingur í pontu, maður á svipuðu reki og Jón Baldvin, maður sem verður bara betri með árunum, sjálfur Ómar Ragnarsson. Á sama hátt og Jón Baldvin hreif hann salinn með sér og hér með lýsi ég því yfir að máltækið allt er fertugum fært þarf að uppfæra í allt er sjötugum fært. Við getum bara lært af þessum öðlings öldungum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður,
langar að benda þér og þínum lesendum á að ræðu Jóns Baldvins má nálgast óstytta á www.solistraumi.org Þetta eru hugleiðingar sem eiga hiklaust erindi við alla landsmenn.

Með kveðju,

Þröstur Sverrisson
félagi í Sól í Straumi

Þröstur Sverrisson (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband