Ef þið viljið sjá Ísland þá flýtið ykkur

Eftirfarandi bréf fékk ég frá Gunnari bróður mínum sem rekur veitingastaðinn Deli Cat á Bali í Indónesíu.

Hæ Sigurður.

Í kvöld var ég á DeliCat eins og flest kvöld. Ég sat til bords með vini minum enskum bókaútgefanda. Svo birtust gestir sem ég hafði ekki séð áður. Þeir spurðu eins og flestir sem ekki þekkja mig hvort ég væri eigandi DeliCats og hvort ég kæmi fra Íslandi. Vinur minn fór að hlæja og sagði: „Hann kemur fra Íslandi og er eigandi DeliCats en bráðum getur hann sagt að hann hafi KOMIÐ fra Íslandi. “Svo hélt hann afram og sagði að Ameríkanarnir hefðu keypt landið og ætluðu að breyta því í uppistöðulón. Svo ef þið viljið sjá Ísland þá flýtið ykkur. Ég bara brosti og sagði „velkomin til DeliCat.“

Kveðjur Gunnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

drama-Queen. það er kannski eins gott að fara kaupa sé rör til að anda í gegnum.

Glanni (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 01:18

2 Smámynd: Gamall nöldurseggur

Sammála.   

Myndlíkingin er nærri raunveruleikanum, þeir þurftu ekki að kaupa landið til að eyðileggja það.      Þeir fá það bara á leigu fyrir peninginn.    Við sitjum sjálf uppi með afleiðingarnar, hverjar sem þær verða.        Landverð á Íslandi er það eina sem ekki fylgir annarra verðþróun í landinu og er hlæilega birlegt á heimsvísu. 

Annars er máilið langt frá því að vera nokkurt gamanmál.

Gamall nöldurseggur, 20.2.2007 kl. 07:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband