Gæsasteggur hristir sig

Sigurjón Árnason bankastjóri Landsbankans minnti á gæsastegg í Kastljósinu í gær þar sem hann mætti Ögmundi Jónassyni og spyrlinum Jóhönnu Vilhjálmsdóttur. Umræðuefnið var vaxtaokur bankanna á almenning en fyrr um daginn hafði farið fram umræða á Alþingi um sama efni. Sigurjón sat pollrólegur undir ásökunum og þegar röðin kom að honum hristi hann sig örlítið og sagði ekkert að marka skýrslur og dæmi um vaxtaokur og okur á þjónustugjöldum. Íslensku bankarnir væru með hagstæðustu vexti fyrir almenning sem þekktust í hinum siðmenntaða heimi. Okurlánastefnan hrökk af honum eins og vatn af gæs. Gott ef hann hélt því ekki fram að bankarnir niðurgreiddu húsnæðislán almennings. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: LM

Ögmundur missti líka út úr sér "... að nú væri bankamenn farnir að stjórna menningu og listum í stað stjórnmálamanna".  Þvílík ógæfa að Ögmundur skuli ekki geta stjórnað lengur hvaða hámenningu okkur lýðnum leyfist að sjá og heyra ...

LM, 16.2.2007 kl. 16:16

2 identicon

en miðað við þessa háu vexti og okur á okkur almennu launþega virðumst við geta keypt allt milli himins og jarðar, flestir á nýlegum bílum, flestallir kaupa sér sína íbúð og fylla hana af nýjum húsgögnum, með þessum umtöluðu háu vöxtum, virðumst hafa efni á að borga þá

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 00:35

3 Smámynd: Þorvaldur Blöndal

S24 hefur prófað að bjóða fólki betri kjör en það hefur ekki áhuga á því.  Ég get ekki skilið það öðruvísi en að neytendur kæri sig ekki um samkeppni.

PS: LM, ég trúi ekki að hann hafi sagt þetta.  Ég verð að sjá þetta sjálfur á ruv.is. 

Þorvaldur Blöndal, 18.2.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband