Skelfileg tilhugsun

Í dag hófst utankjörstaðaatkvæðagreiðsla um stækkunina í Straumsvík og í kvöld verður málfundur í Kænunni um  stækkunina á vegum málfundarfélags Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði þar sem Andri Snær Magnason og Guðlaugur Þór Þórðarson hafa framsögu. Í pallborði verða auk þeirra Pétur Óskarsson frá Sól í straumi, Lúðvík Geirsson bæjarstjóri, Haraldur Þór Ólason oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og fulltrúi frá Alcan. Lokaspretturinn fyrir atkvæðagreiðsluna er því hafinn.

  

Ljóst er að Alcan ætlar að komast yfir múra andstöðunnar í bænum með asna klyfjuðum gulli auk þess að hóta því að pakka saman verði niðurstaðan ekki fyrirtækinu þóknanleg. Á sama tíma berast fréttir af því að Rio Tinto sé að gera fjörutíu milljarða bandaríkjadala yfirtökutilboð í Alcoa sem er að reisa álverið á Reyðarfirði. Rio Tinto mun vera einn verst þokkaði auðhringur heimsins og fjallar Andri Snær um slóða hans í Draumalandinu. Þau meðöl sem Alcan grípur til núna koma því ekki á óvart, þessi meðöl eru alþekkt í þessum bransa.


Lítið hagkerfi eins og það Íslenska, að ekki sé talað um afkomu örsmárra sveitarfélaga eins og Hafnarfjörður óneitanlega er á alþjóðamælihvarða, geta auðveldlega orðið ofurseld þessum fyrirtækjum. Þau verða að gjöra svo vel og sitja og standa eins og þessum aðilum er þóknanlegt. Er það sú framtíðarsýn sem við viljum hafa, að lúta stjórn alþjóðlegra auðhringa? Nei Hafnfirðingar. Nýtum atkvæði okkar til áframhaldandi sjálfstæðis. Danskurinn var kannski slæmur herra en að vera undir hælnum á alþjóðlegum auðhringum er skelfileg tilhugsun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

finnst þetta frekar barnalegt, að ímynda sér að hafnfirðingar verði ofurseldir erlendum auðhring, hafa þeir verið það hingað til ?, og hættið að stögglast á því að þeir hóti að loka ef þeir fá ekki að stækka. hafa aldrei gert það. svo held ég að hafnafjarðabær veitti ekki af þessum 800-900 milljónum í beinum tekjum frá alcan sem þeir munu fá eftir stækkun.þurfa að geta bætt kjör kennara til dæmis

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 17:02

2 identicon

Sæll,Sigurður

Vinstri Grænir og Sól í Straumi vilja að Hafnarfjarðarbær greiði kosnað af áróðurherferð sinni gegn starfsmönnum Alcan og fara fram á 14.9 milljónir frá Hafnarfjarðarbæ eins og sjá má á síðu Sólar í Straumi og síðu Hafnarfjarðar.

 Árið 2006 var farþegaflutningur um Keflavíkurflugvöll 2.019,470 fjöldi farþega.  Samkvæmt meðaltali  á CO2 á farþega er meðal losun ca., miða við fluglengd til Ísalands er heildar losun þá 14.1329.000 fjórtan milljónir eitthundrað tuttugu og níuþúsund tonn af CO2  vöruflug losar 60.000 þúsund tonn eða um 360.000 tonn af CO2 sem samsvarar í flugi 14,492.900 fjórtan milljónir fjöðurhundruð níutíu og tvöþúsund og níuhundruð tonn af CO2  innanlandsflug  var með 805.355 farþegar árið 2005 um 300.0000 tonn losun á CO2. Gera má ráð fyrir að flugsamgöngur til og frá og innanlands  2006 og Hnattræn losun  Íslendinga er því um 14.792.900 fjórtán milljónir sjöhundruð nítíu og tvöþúsund og níuhundruð tonn af CO2 sem er á við  9,860.000 tonna framleiðslu af Áli níu millilón tonn áttahundruð og sextíuþúsund tonnum  eða sem samsvarar 55 Álverum eins og Alcan er í dag.

Farartæki og flutningar þar sem Ál Grænim málmurinn  er notað dregur það mikið úr losun á CO2 vegna léttleika mjálmsins, Sjá grein í mbl. Bls 40 11.2.2007

 Að 180 þús tonna Álver eins og Alcan sparar því Hnattræna losun á CO2 um 720 þús tonn, á ári.

Kv,Sigurjón Vigfússon, Stækkum Alcan.

Sigurjón Vigfússon (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 17:39

3 identicon

Samþykkjum stækkun álvers, er svo heppin að utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin, er staddur fjarri landinu en kem í stutta heimsókn næstu daga og get því greitt atkvæði með stækkun Álvers.  Í landi því sem ég er staddur í mengun mikil, sóðaskapur og umhverfisspjöll mikil og atvinnuleysi mikið.  Gleðst ég yfir því að vera frá landi þar sem við getum framleitt orku á þá vegu sem við gerum, að við getum búið stórfyrirtækjum viðunandi aðstöðu til að framleiða sína vöru, hágæðavöru, með þeim kröfum sem við getum sett þeim um úrgang og umhverfi og með því bætt skilyrði annarra í heiminum.  Því væri þetta fyrirtæki hér þá eru allar líkur á að náttúran yrði fyrir meira tjóni en hún verður fyrir í dag og myndi það hafa áhrif á alla íbúa þessa heims.  G.Fylkis 

Guðmundur Fylkisson (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 09:25

4 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Vert væri líka að útlista flutninga með báxít, súrál og ál. Og hversu miklu meira rafmagn þarf til að framleiða tonn af áli samanborið við tonn af stáli.

Frá Gíneu í Afríku er flutt mest út af óunnu báxíti en til þess að framleiða eitt tonn af áli þarf tvö tonn af súráli úr fjórum tonnum af báxíti. Hvert flytja Alcan og Alcoa báxítið frá Gíneu til að vinna úr því súrál og hvaðan er súrálið flutt til Íslands ?

http://news.bbc.co.uk/2/hi/business/6254719.stm

Pétur Þorleifsson , 17.2.2007 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband