12.2.2007 | 17:59
Blaut tuska í andlit fórnarlamba
Það er erfitt að fullyrða hvort þessar stúlkur hefðu ekki orðið barnshafandi hvort eð var, sagði forsætisráðherra í Silfri Egils í gær. Þetta er sami maður og sagði fyrir nokkru þegar rætt var um brottför hersins maður nær ekki alltaf í sætustu stelpuna á ballinu og þá tekur maður bara þá næstu.
Þetta er ótrúleg seinheppni í orðavali hjá Geir H. Haarde og lýsir skelfilegu karlrembuhugarfari því ráðherrann hafði rétt áður sagt það sorglegt að ungar stúlkur hefðu verið misnotaðar í Byrginu og þær ættu rétt á allri þeirri aðstoð og aðhlynningu sem hægt væri að veita þeim og börnum þeirra. Með þessari einu setningu gleymdist allur fagurgalinn á undan. Þetta var blaut tuska í andlit fórnarlambanna.
Athugasemdir
Agalegt þegar hugsanirnar og viðhorfin sleppa óritskoðaðar út um munninn á sumu fólki og koma því í klemmu í embættum sínum...ha?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.2.2007 kl. 18:17
Þetta er næstum því of ótrúlegt til að hægt sé að trúa því. En þetta sagði samt maðurinn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.2.2007 kl. 20:06
he said what???
SM, 13.2.2007 kl. 07:36
Geir alltaf samur við sig
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.