Alcanskt fréttamat Fjarðarpóstsins

Skoðanakönnun Alcan um afstöðu Hafnfirðinga til stækkunar álversins í Straumsvík vakti verulega athygli. Þar kom í ljós að um 55% aðspurðra voru andvígir stækkun en 45% hlynntir ef einungis var tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu.

  

Fjarðarpósturinn fjallaði um þessa skoðanakönnun í gær. Fréttamat hans vekur verulega athygli. Þar er því slegið upp að 58% séu ánægð með störf Alcan og í undirfyrirsögn segir að 60% telji Alcan standa sig vel í umhverfismálum.

  

Þarna er svo sem engu logið. Í skoðanakönnuninni voru 22 spurningar um afstöðu bæjarbúa til fyrirtækisins. En mér er hulið hvernig hægt er að komast að því að þetta sé fréttnæmasta niðurstaða könnunarinnar.

  

Kannski liggur skýringin í því að í miðopnu blaðsins er auglýsing frá Alcan og Samtökum atvinnulífsins um svokallað stefnumót atvinnulífsins í Hafnarborg undir yfirskriftinni „Hagsæld í Hafnarfirði“.

  

Ritstjóri Fjarðarpóstsins veit sem er að þegar nær dregur kosningunni um stækkunina munu allar hirslur Alcan opnast til að koma málstað fyrirtækisins á framfæri.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Mér var einmitt hugsað til Fjarðarpóstsins þegar ég sá að það væru fleiri andvígir. Hlýtur að hafa verið draumaniðurstaða fyrir auglýsingasölumennina.

Ingi Björn Sigurðsson, 2.2.2007 kl. 10:25

2 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Þetta er orðið að skemmtilegum farsa, allt fárið í kringum kosningarnar þarna fyrir sunnan. 

Sveinn Arnarsson, 2.2.2007 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband