Flokkur í afneitun

Þrátt fyrir að Samfylkingin virðist vera í frjálsu falli samkvæmt skoðanakönnunum að undanförnu og þrátt fyrir dómsdagspredikun guðföðurs flokksins í Silfri Egils og þrátt fyrir að Stefán Jón Hafstein hafi tekið undir gagnrýni Jóns Baldvins í Kastljósi í gær virðist þingflokkurinn vera í algjörri afneitun á að ástandið sé slæmt og það sé þingmönnunum sjálfum að kenna. Þeir eru jú dæmdir af verkum sínum. 

Ingibjörg Sólrún segir að almenningur skilji ekki málflutning Samfylkingarinnar vegna þess að flokkurinn sé að ræða pólitík. Ágúst Ólafur varaformaður Samfylkingarinnar mætti í hádegisviðtal Stöðvar 2 í gær og fór eins og köttur í kringum heitan graut þegar gagnrýni Jóns Baldvins kom til tals. Það lá við að hann segði að gagnrýni Jóns Baldvins hefði verið hrós um störf og stefnu Samfylkingarinnar.

Mörður er á svipuðum slóðum á heimasíðu sinni: Jón Baldvin var hressandi í Silfri Egils í gær – svona á að tala! Auðvitað má segja ýmislegt um mælskutæknileg brögð í upphafi viðtals og við lok þess, en meginerindið komst vel til skila: Hér þarf jafnaðarstjórn og Samfylkingin verður barasta að gjöra svo vel að svara þeirri eftirspurn.“

Og Össur þegir þunnu hljóði á sinni heimasíðu. Fjallar þar um nýlega skoðanakönnun (ekki þær nýjustu) sem sýndi vaxandi fylgi við að stjórnarandstöðuflokkarnir myndi næstu ríkisstjórn. Miklu færri vildu hins vegar ríkisstjórn núverandi stjórnarflokka - en áður.“

Til að hægt sé að takast á við vandann þarf fyrst að horfast í augu við hann. Þingflokkur Samfylkingarinnar virðist ekki gera það þrátt fyrir að viðvörunarbjöllur hljómi úr  öllum áttum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband