29.1.2007 | 10:44
Forsætisráðherra Framtíðarlandsins
Það var athyglisvert að fylgjast með þjóðmálaumræðunni um helgina. Atburðarásin hjá Frjálslyndaflokknum var með eindæmum og nokkuð ljóst að Margréti Sverrisdóttur og hennar fylgisfólki er tæpast vært þar lengur. Síðan stígur fram Jón Baldvin Hannibalsson eins og ferskur andblær í Silfri Egils og úthúðar Samfylkingunni jafnframt því að búa til nýtt framboð Framtíðarlandsins ásamt fólki sem hann treysti til góðra verka. Þar voru nefnd til sögunnar Ómar Ragnarsson, Margrét Sverrisdóttir, Stefán Ólafsson, Guðmundur Ólafsson og Andri Snær. Vantað bara að hann lýsti því yfir að hann ætlaði sér að vera forsætisráðherraefni hópsins. Varð hins vegar mjög óræður í svörum þegar hann var inntur eftir því hvort hann væri á leið í framboð.
Það skyldi þó aldrei vera að Jón Baldvin væri á hraðferð inn í pólitíkina aftur. Miðað við fyrirlestur hans í Silfrinu í gær er ljóst að hann hefur engu gleymt í pólitískri rökræðu og að hann iðar í skinninu að fá að taka þátt í henni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.