Bannað eldri en fimmtugum

Leikur Íslendinga gegn Slóvenum var svo æsispennandi að það var á mörkunum að undirritaður gæti horft á lokakaflann. Svona trylli á ekki að vera leyfilegt að sýna um miðjan dag. Þetta á að vera bannað börnum og þeim sem eru eldri en fimmtugt. En takk og aftur takk fyrst hjartað brast ekki. Hvílík skemmtun. Þökk sé markvörðunum Birki Ívari og Róland Eradze og útileikurum á borð við einhenta Loga, haltrandi Guðjón og hinn útsjónasama Snorra Stein þá tókst að landa eins marks sigri og þátttaka í átta liða úrslitum er gulltryggð. Við tökum undir með Loga Geirs, á morgun leggjum við Þjóðverja og sigrum þar með riðilinn. Áfram Ísland.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður var pistillinn, tilefnið gott. Þetta var eins og bezta spennumynd. Tarna eru alltjent fyrirmyndir fyrir uppvaxandi landa okkar. Það hlýtur að vera hátíð hjá Hafnfirðingum sem öðrum í kvöld. Horfum samt ótimbruð á leikinn á morgun.

Og að endingu legg ég það til, að þið hafnið þreföldun álversins.

Jón Valur Jensson, 28.1.2007 kl. 00:23

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Skil ekki rökin, "...bannað börnum og þeim sem eru eldri en fimmtugir"?

Mér leið alveg ágætlega og horfði án þess að blikna. Veit um marga miklu eldri en ég sem nutu leiksins af "öllu hjarta". Hver á að horfa í framtíðinni ef börnin mega ekki horfa núna? Gott ráð fyrir næsta leik að fá sér t.d. sundsprett og styrkja hjartað.

Kveðja!

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 28.1.2007 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband